is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33023

Titill: 
  • Titill er á ensku Thinking Outside the Frame: Environmental challenges and competitive opportunities of Iceland as a filmmaking destination
  • Að hugsa út fyrir ramman: Umhverfis örðugleikar og samkeppnis tækifæri Íslands sem áfangastaður í kvikmyndagerð
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The locations where industries develop have a decisive influence on their activities. The recent development of international filmmaking in Iceland suggests that local landscapes are a comparative advantage of Iceland as a filming destination. Conversely, these increased filming activities might threaten the landscapes, directly through physical pressure, and indirectly though film-induced tourism aftereffects. Defying the apparent dichotomy between economic development and nature preservation, this case study assesses the Icelandic film industry’s consideration of environmental damages and evaluates the current legislation on the access to protected areas for filming purposes based on the Porter Hypothesis’ claim that adapted environmental regulations can enhance industries’ competitiveness rather than hinder it. Ten semi-structured interviews were conducted with the main stakeholder groups, paired with a descriptive analysis of the Maskína survey on drivers of tourism in Iceland. The cross-sectional results confirm that landscapes are the main factor to Iceland’s competitiveness as a destination for international filmmaking, but also indicate the professional production services and the financial incentive as indispensable complementary factors. The industry takes measures to limit damages on nature, benefiting its reputation and competitiveness; however, international films were the fourth driver of tourism in 2016, raising new challenges for nature and filmmaking. Access to protected areas is overseen by three agencies, providing few strengths and several limitations to the industry and environmental preservation alike. Having a unified institution inspired by New Zealand could increase practicality, efficiency, and flexibility in the regulation, leading to mutually beneficial outcomes for stakeholders. The adaptive nature of the motion picture industry and the effective state of cooperation in place indicate opportunities to do so collaboratively, which could help addressing the phenomenon of film-induced tourism in a proactive way.

  • Það umhverfi sem iðnaður þróast í hefur mótandi áhrif á starfsemi hans. Sú þróun sem undanfarið hefur átt sér stað í alþjóðlegri kvikmyndagerð hér á landi bendir til þess að landslag og náttúra veiti Íslandi samkeppnisforskot sem upptökustaður. Þó gæti aukin ásókn kvikmyndaiðnaðarins í upptökur á Íslandi ógnað íslensku landslagi og náttúru, bæði á beinan hátt með ágangi á náttúruna og á óbeinan hátt, með auknum áhuga ferðamanna á þeim svæðum sem myndefnið var tekið upp. Svo virðist því vera sem tvær hliðar stangist á þegar kemur að kvikmyndaiðnaði á Íslandi, vöxtur annars vegar og náttúruvernd hins vegar. Í þessari tilviksrannsókn eru viðhorf kvikmyndaiðnaðarins til umhverfisáhrifa skoðuð og mat lagt á núgildandi löggjöf um aðgang að vernduðum svæðum til kvikmyndagerðar, sem byggist á kenningu Porter sem segir að með aðlögun umhverfiseftirlits megi efla samkeppnishæfni iðnaðarins frekar en hindra hana. Tíu hálf-opin viðtöl voru tekin við helstu hagsmunahópa og lýsandi greining gerð á könnun Maskínu á drifkröftum ferðamennsku á Íslandi. Niðurstöður þessarar þversniðsrannsóknar staðfesta að landslagið er sá þáttur sem gerir Ísland helst að samkeppnishæfum tökustað í alþjóðlegri kvikmyndagerð, en að fagleg þjónusta og fjárhagslegir hvatar séu jafnframt ómissandi þættir. Kvikmyndaiðnaðurinn reynir að takmarka umhverfisáhrif, sem hefur jákvæð áhrif á orðspor hans og samkeppnishæfni. Óbeinu áhrifin eru þó umtalsverð en alþjóðleg kvikmyndagerð var fjórði stærsti drifkraftur ferðamannastraums hingað til lands árið 2016, sem leiddi til nýrra áskorana. Stjórnsýslan er flókin en aðgengi að vernduðum svæðum á Íslandi er stýrt af þrem mismunandi stofnunum. Skapar það fleiri vandkvæði en tækifæri bæði fyrir iðnaðinn og náttúruvernd. Það að hafa eina sameinaða eftirlitsstofnun að nýsjálenskri fyrirmynd gæti aukið hagkvæmni, skilvirkni og sveigjanleika í aðgangsstýringu og þar af leiðandi haft jákvæðar afleiðingar fyrir alla hagsmunaaðila. Færni kvikmyndaiðnaðarins til aðlögunar að áskorunum í náttúruvernd og sá samstarfsvilji sem þegar ríkir ættu að veita tækifæri til samstarfs um slíka stofnun. Slík samvinna myndi auðvelda það að takast á við aukinn kvikmyndatengdan ferðamannastraum á framsýnan hátt.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alix Bochatay - Declaration of Access to Skemman.pdf1.21 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Alix Bochatay - Final Master's Thesis.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna