is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33030

Titill: 
 • Bankaskatturinn: Áhrif hans á banka og íbúðalánamarkað
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið ritgerðar þessarar er að fjalla um bankaskattinn og áhrif hans á banka og íbúðalánamarkað.
  Efnistök ritgerðarinnar eru með þeim hætti að fyrst verður gerð grein fyrir hugtökunum skattur og þjónustugjöld, þá er umfjöllun um skattheimtu á Íslandi í kafla 4. Höfundi þótti mikilvægt að fjalla um þessa þætti samhengisins vegna og til að lesandi hefði innsýn í hugtökin og skattheimtu á Íslandi.
  Fjallað er um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki eða bankaskattinn í kafla 5, farið er yfir ákvæði laganna um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki ásamt sérkenni bankaskattsins. Það er farið stuttlega yfir skattlagningu lögaðila á Íslandi og í kafla 7 er umfjöllun um fjármálafyrirtæki á Íslandi og þær reglur sem gilda um skattlagningu fjármálafyrirtækja. Einnig er fjallað stuttlega um fjármálakerfið á Íslandi. Næstu kaflar ritgerðarinnar og meginumfang hennar snýr að því að skoða fjármögnun stóru bankanna þriggja, áhrif bankaskattsins á bankana og íbúðalánamarkað á Íslandi. Það eru fjölmörg álitaefni sem tengjast bankaskattinum m.a. hvort skattlagningin hamli samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja og hvort skattlagning bankaskatts renni beint til viðskiptavina bankanna í formi hærri vaxta.
  Helstu niðurstöður eru að höfundur telur að bankaskatturinn hafi ekki bein áhrif á vaxtakjör íbúðalána bankanna, hvorki til hækkunar né lækkunar. Hins vegar er ljóst að bankaskatturinn hefur óhjákvæmilega áhrif á rekstur bankanna þar sem skatturinn hækkar fjármagnskostnað þeirra. Því má ætla að líklega hefur hann áhrif í formi hækkunar annarra liða í þjónustu bankanna, til dæmis þjónustugjalda.
  Bankaskatturinn hefur ekki haft áhrif í formi hækkunar vaxta á íbúðalán þar sem lífeyrissjóðirnir og mögulega önnur lánafyrirtæki hafa veitt bönkunum aðhald með harðri samkeppni á íbúðalánamarkaði. Þá telur höfundur að þegar og ef bankaskatturinn verður afnuminn muni það ekki skila sér í lægri vöxtum íbúðalána til neytenda. Og þá ekki síst í ljósi þess að þrátt fyrir bankaskattinn hafa stóru bankarnir þrír skilað góðri afkomu síðustu ár og í stað þess að það skili sér til neytenda í lækkun vaxta á íbúðalánum hafa bankarnir valið að greiða eigendum sínum háar arðgreiðslur. En á árinu 2018 námu arðgreiðslur 10 milljarða kr. hjá Arion banka hf., 10,3 milljarða kr. hjá Íslandsbanka hf. og 24,8 milljarða kr. hjá Landsbankanum hf.

Samþykkt: 
 • 14.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf352.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Bankaskatturinn_áhrif hans á banka og íbúðalánamarkað_LHG_vor_ 2019.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna