is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33031

Titill: 
  • Lífið í prófíl: Fyrstu átján ár Leu Kristjánsdóttur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lífið í prófíl er saga föðurömmu minnar, Leu Kristjánsdóttur, sem fæddist í torfbæ á Vestfjörðum árið 1920. Barnæska Leu var að hluta til óvenjuleg. Hún flutti ung að árum suður til Reykjavíkur ásamt móður sinni og yngri bróður, þar sem ástmaður móður hennar beið þeirra. Saga Leu veitir innsýn í hversu krefjandi og fjölbreytt lífið í Reykjavík gat verið á fyrri hluta 20. aldar, þar sem íbúum fjölgaði hratt og húsnæðisskortur og atvinnuleysi var mikið.
    Lífið í prófíl er einsögurannsókn með kvenna- og kynjasögulegu ívafi þar sem ég notast við ævisöguformið til þess að varpa ljósi á stöðu ungrar konu, innan hinnar íslensku samfélagsgerðar, á fyrri hluta 20. aldar. Það er spennandi kostur að geta nálgast viðfangsefni fortíðarinnar í gegnum persónulegar upplifanir, þegar það er hægt, og hika ég ekki við að taka það skref í þessari ritgerð. Rannsóknin byggist því ekki eingögnu á minningum ömmu Leu heldur einnig mínum eigin, barna hennar og annarra fjölskyldumeðlima sem leyfðu mér að heyra þeirra hlið á liðnum atburðum.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Scan.jpeg347.92 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Lífið í prófíl.pdf25.54 MBLokaður til...06.05.2052HeildartextiPDF