is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33036

Titill: 
  • Framtíð í átt að seðlalausu samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í nútíma samfélagi kjósa neytendur í auknum mæli að nýta sér stafræna tækni í flestu sem þeir taka sér fyrir hendur og er þar talin með fjármálaþjónusta. Framþróunin í rafrænni greiðslumiðlun og fjártækni hefur á undanförnum árum haft veruleg áhrif á fjármálamarkaðinn og breytt viðhorfum neytenda til fjármálaþjónustu. Rannsakendur hafa orðið varir við að dregist hefur gríðarlega úr notkun reiðufjár. Af þeim sökum er áhugavert að kanna það hvort þróunin muni á endanum verða sú að reiðufé hverfi af sjónarsviðinu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna það hvert þessi þróun stefnir og hvort framtíðin verði án reiðufjár. Við gerð þessarar rannsóknar var notuð eigindleg aðferð og tóku rannsakendur tíu viðtöl við einstaklinga sem starfa í fjármálageiranum eða eru á einhvern hátt tengdir honum. Með þessu voru rannsakenndur að leitast eftir því að fá betri innsýn inn í fjármálaheiminn og kanna viðhorf og skoðanir viðmælenda. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestir voru sammála því að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni myndi reiðufé hverfa af sjónarsviðinu en óljóst væri með hvaða hætti það yrði. Helstu mótrök sem til staðar eru gegn útrýmingu reiðufjár voru skortur á trausti til viðskiptabankanna og tilfinningaleg gildi til reiðufjár. Fjármálæsi, tilfinningaleg gildi, og traust til viðskiptabankanna eru allt dæmi um rök almennings til þess að halda í reiðufé. Öll þessi andmæli koma í veg fyrir að reiðufé muni að lokum hverfa af sjónarsviðinu en áframhaldandi tilvera þess kemur í veg fyrir frekari þróun í átt að reiðufjárlausu samfélagi. Viðmælendur töldu einnig að Ísland væri mjög framarlega hvað varðar viðskipti með fjártækni samanborið við önnur lönd í heiminum. Flestir viðmælendur voru sammála því að Seðlabanki Íslands hafi mest um það að segja hvernig framtíð reiðufjár muni þróast.
    Lykilorð: Reiðufé, Rafmynt, Framtíðin, Greiðslumiðlun, Viðskiptabankar, Seðlalaust samfélag, Seðlar og mynt.

Samþykkt: 
  • 15.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc. Ritgerð - Framtíð í átt að seðlalausu samfélagi.pdf904.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna