is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33042

Titill: 
 • "Við erum ekki að selja neitt annað en þekkingu": Aðferðir þekkingarstjórnunar í verkefnastjórnun hjá Mannviti
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Nú á dögum spila verkefni stóran þátt í alþjóðaviðskiptum og eru skipulagsheildir í stöðugum samskiptum við viðskiptavini sína varðandi tímabundin verkefni víðs vegar um heiminn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að algengt er að verkefni skipulagsheilda fari fram úr kostnaðar- og tímaáætlun og nái þar með ekki að uppfylla upphafleg markmið sín. Aðferðir þekkingarstjórnunar hafa sýnt fram á að með þeim megi draga úr kostnaði og á sama tíma spara tíma. Algengt er að fyrirtæki sem starfi í mannvirkjaiðnaðinum eigi í erfiðleikum með að hafa stjórn og umsjá með þeim upplýsingum og þekkingu sem tengjast verkefnum þeirra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fáar skipulagsheildir hafa tileinkað sér aðferðir þekkingarstjórnunar og þar með talið á Íslandi.
  Rannsóknin var unnin í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit ehf. Markmið rannsóknar var að skoða hvort og hvernig aðferðir þekkingarstjórnunar gætu nýst verkefnastjórnun Mannvits í þeim tilgangi að draga úr kostnaði og spara þeim tíma. Notast var við eigindlega aðferðafræði við framkvæmd rannsóknar og sá sviðsstjóri verkefnastjórnunarsviðs um að velja úrtakið. Tekin voru viðtöl við 13 einstaklinga sem ýmist voru stjórnendur eða starfsmenn.
  Helstu niðurstöður sýndu fram á að þekkingarstjórnun getur nýst fyrirtækinu til þess að draga úr kostnaði og tíma. Verkefni hjá Mannvit hafa farið fram úr kostnaðar- og tímaáætlun og með aðferðum þekkingarstjórnunar má draga úr líkum á að það eigi sér stað. Því með þekkingarstjórnun væri markvissara unnið að skráningu og miðlun þekkingar og þar með auðveldara að nýta þekkingu úr fyrri verkefnum sem gæti stuðlað að nákvæmari tilboðsgerð. Einnig gæti innleiðing á þekkingarstjórnunar falið í sér aukin afköst, aukna skilvirkni, bætta ákvarðanatöku, aukna samkeppnishæfni, aukin gæði og komið í veg fyrir endurtekin mistök hjá fyrirtækinu.

 • Útdráttur er á ensku

  Nowadays, projects play a major role in international trade and are organizations all around the world in constant communication with their clients regarding temporary projects. Research has shown that it is a common practice for organizations to exceed their estimated cost and time in projects and thereby not meet their original goals. The practices of knowledge management have shown that they can reduce costs and at same time save time. It is common for companies operating in the construction industry to struggle to manage the information and knowledge related to their projects. Research has shown that few organizations have adopted the methods of knowledge management, including Iceland.
  The research was carried out in collaboration with the engineering firm Mannvit ehf. The aim of the research was to examine whether and how the methods of knowledge management could be used by Mannvit's project management to reduce cost and save time. A qualitative methodology was used to carry out the research and the head of the project management division was chosen to select the sample. Interviews were conducted with 13 individuals who were either managers or employees.
  The main findings showed that knowledge management can benefit the company to reduce cost and time. Projects at Mannvit have exceeded the estimated cost and time and with the methods of knowledge management it is possible to reduce the likelihood of it occurring. Therefore, with knowledge management, more focused work is done on the registration and dissemination of knowledge, thereby making it easier to utilize knowledge from previous projects that could contribute to more precise tender preparation. Also, implement of knowledge management could include increased performance, increased efficiency, improved decision-making, increased competitiveness, increased quality and prevent repeated mistakes.

Samþykkt: 
 • 15.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við erum ekki að selja neitt annað en þekkingu - aðferðir þekkingarstjórnunar í verkefnastjórnun hjá Mannviti.pdf943.85 kBLokaður til...14.05.2024HeildartextiPDF
[Untitled].pdf141.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað í 5 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.