Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33045
Bakgrunnur: Á meðgöngu breytist líf kvenna hratt og getur það orsakað ákveðin andleg og líkamleg áhrif. Þungaðar konur geta upplifað einkenni líkt og kvíða, þunglyndi, aukna streitu og svefnleysi. Sumar konur eru í aukinni hættu á alvarlegum líkamlegum fylgikvillum sem flokkast undir áhættumeðgöngur. Konur hafa í auknu mæli verið að leita leiða til að styrkja og efla líðan sína á meðgöngunni, þar á meðal með ástundun meðgöngujóga.
Tilgangur: Tilgangur þessarar samantektar er að skoða og samþætta nýlegar rannsóknir á meðgöngujóga þar sem verið er að kanna áhrif þess á andlega og líkamlega heilsu þungaðra kvenna.
Aðferð: Í þessari fræðilegu samantekt var gerð kerfisbundin leit í gagnagrunninum Pubmed þar sem leitað var af megindlegum rannsóknum á ensku frá árunum 2012-2018. Einungis voru skoðaðar rannsóknar sem fjölluðu um áhrif jóga á heilsu kvenna á meðan á meðgöngu stóð en ekki áhrif á fæðingu. Notast var við PRISMA flæðirit við greiningu heimilda.
Niðurstöður: Samtals stóðust tíu rannsóknargreinar inntökuskilyrðin. Niðurstöður voru flokkaðar niður eftir því hvort rannsökuð voru áhrif á andlega eða líkamlega heilsu á meðgöngu. Sjö rannsóknir fjölluðu um áhrif á andlega heilsu og þrjár fjölluðu um áhrif á líkamlega heilsu. Þótt rannsóknirnar hafi verið ólíkar þá gáfu þær til kynna jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Svo virðist sem að sambland hreyfingar og andlegra þátta, líkt og hugleiðslu, geti haft góð áhrif á heilsu kvenna á meðgöngu.
Ályktun: Meðgöngujóga virðist hafa jákvæð áhrif á andleg og líkamleg einkenni kvenna. Það getur verið gagnlegt að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður þekki vel jákvæð áhrif jóga sem viðbótarmeðferðar fyrir þungaðar konur til að geta leiðbeint þeim að meðgöngujóga ef það hentar heilsu þeirra. Þörf er á frekari rannsóknum, sér í lagi á áhrifum á líkamlega heilsu þar sem flestar þær rannsóknir fjalla um áhrif á fæðingu.
Lykilorð: meðgöngujóga, jóga, meðganga, andleg heilsa, líkamleg heilsa, hjúkrun.
Background: Women‘s lives change rapidly during pregnancy that can cause a mental and physical effect. During pregnancy women can also experience mental symptoms, e.g. anxiety, depression, increased stress and lack of sleep. Some women have a greater risk for developing serious physical symptoms for high-risk pregnancies. Women have been increasingly looking for ways to improving their health and wellbeing during pregnancy, e.g. practicing prenatal yoga.
Purpose: Purpose of this systematic review is to observe and integrate recent researches on prenatal yoga where the effect on mental and physical health are being examined.
Method: In this systematic review a systematic search was conducted in the Pubmed database to search for quantitative peer review articles in English from 2012 to 2018. Only researches that covered the effect of yoga on women’s health during pregnancy, not the birth, were considered. A PRISMA flowchart was used to analyze the findings.
Results: A total of ten peer reviewed articles met the inclusion criteria. The results were categorized whether they studied the effect on mental of physical health during pregnancy. Seven studies discussed the effect on mental health and three studies examined the effect on physical health. Though the researches were different they all indicated towards positive effects on mental and physical health. It seems that the combination of exercise and spiritual factors, e.g. meditation, can have a good effect women’s health.
Conclusion: Prenatal yoga can have a positive effect on women’s mental and physical health. It can be beneficial for nurses and midwives to know well the positive effect yoga as a complementary therapy for pregnant women to guide them towards prenatal yoga if it suits their health. Further research is needed, especially the effect on physical health whereas most of those researches focus on the birth.
Keywords: prenatal yoga, yoga, pregnancy, mental health, physical health, meditation, nursing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif meðgöngujóga á andlega og líkamlega heilsu.pdf | 604.75 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing skemman OAJ HBH.pdf | 462.83 kB | Lokaður | Yfirlýsing |