is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33047

Titill: 
  • Hvers vegna er mannauðsstjórastarfið oftar skipað konum hjá stærstu fyrirtækjum Íslands? Innsýn frá starfandi mannauðsstjórum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannauðsstjórnun hefur þróast töluvert í gegnum árin en einhverra hluta vegna virðast konur laðast frekar að starfinu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvers vegna mannauðsstjórastarfið er oftar skipað konum á Íslandi og hverjar séu ástæðurnar fyrir því með innsýn frá starfandi mannauðsstjórum. Til að kynnast viðfangsefninu betur lásu rannsakendur greinar tengdar viðfangsefninu og könnuðu hvað væri búið að rannsaka á þessu sviði. Rannsakendur gerðu forrannsókn í tveimur hlutum sem miðaði að því að staðfesta að konur væru oftar skipaðar í starfi mannauðsstjóra á Íslandi. Meginrannsóknin snýst um að fá innsýn í hvers vegna þetta væri með þessum hætti og út frá því var mynduð rannsóknarspurning: Hvers vegna er mannauðsstjórastarfið oftar skipað konum hjá stærstu fyrirtækjum Íslands? Innsýn frá starfandi mannauðsstjórum á Íslandi.
    Forrannsókn A byggði á könnun á núverandi hlutfalli kvenna og karla í starfi mannauðsstjóra í 200 stærstu fyrirtækjum landsins og forrannsókn B var skoðun á hlutfalli umsækjenda um mannauðsstjórastöður hjá tveimur ráðningarskrifstofum á Íslandi. Aðalrannsóknin byggir á tíu viðtölum við starfandi mannauðsstjóra, fimm konur og fimm karla. Meginmarkmið var að fá djúpan skilning á starfi mannauðsstjóra og komast skrefinu nær ástæðunni hvers vegna fleiri konur eru skipaðar í starf mannauðsstjóra. Í forrannsókn B var haft samband við Capacent og Hagvang til að afla upplýsinga um hlutfall kvenna og karla sem sóttu um þá auglýst störf mannauðsstjóra. Markmið forrannsóknar B var að kanna hlutfall kvenna og karla sem sóttu um auglýst störf mannauðsstjóra á bilinu 2016-2018 og sjá hvort kynið hefði að lokum verið ráðið í starfið. Þótt rannsóknirnar séu með ólíkum hætti og ólíkum tilgangi að þá benda niðurstöður þeirra til þess sama. Niðurstöður forrannsóknarinnar sýndu að núverandi hlutfall kvenna í starfi mannauðsstjóra er 76% hjá 200 stærstu fyrirtækjum landsins en 58 þeirra eru ekki með starfandi mannauðsstjóra. Niðurstöður sýna einnig að konur virðast frekar sækjast eftir starfi mannauðsstjóra og eru mun líklegri til að vera valdar í viðkomandi starf frekar en karlar. Niðurstöður aðalrannsóknarinnar sýndu að margþættar ástæður liggja til grundvallar því að konur eru oftar skipaðar í starf mannauðsstjóra hérlendis. Meðal annars hefur staðalímynd mannauðsstjórastarfsins gefið til kynna að verkefni þeirra snúist einungis um tilfinningar og mjúk mál og henti þar af leiðandi konum betur en körlum. Staðalímynd kvenna gefur til kynna að þær hafi miklar tilfinningar og séu mjúkar og því má álykta að þær séu frekar ráðnar. Út frá staðalímyndinni sem starfið hefur fengið á sig er það flokkað sem kvennastarf. Þess vegna virðast konur fremur en karlar sækjast meira eftir starfinu og virðast eiga betri möguleika á að vera ráðnar.
    Lykilorð: Mannauðsstjórnun, hlutverk mannauðsstjóra, staðalímyndir, kynhlutverk, einkenni kynjanna.

Samþykkt: 
  • 15.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. Ritgerð - Dröfn og Ingibjörg - LOKAEINTAK - 14.05.2019.pdf749.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna