is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33049

Titill: 
  • Er endurmörkun á vörumerki lausnin? : vörumerkjarýni á Kjörbúðinni eftir endurmörkunarferli.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að greina stöðu vörumerkisins Kjörbúðin rúmum tveimur árum eftir endurmörkunarferli á vörumerkjunum Samkaup Strax og Samkaup Úrval í vörumerkið Kjörbúðin. Að auki er tilgangur ritgerðarinnar að rannsaka hvort það hefði verið rétt ákvörðun af hálfu Samkaupa hf. að fara út í framangreindu endurmörkun. Staða vörkumerkjanna Samkaup Strax og Samkaup Úrval var skoðuð út frá fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum og borin saman við niðurstöður vörumerkjarýnis á vörumerkinu Kjörbúðin. Vörumerkjarýnin var gerð til að meta núverandi stöðu vörumerkis á markaðinum, bæði frá sjónarhorni fyrirtækisins og neytenda. Til þess að fá betri sýn frá sjónarhorni fyrirtækisins var framkvæmd eigindleg rannsókn. Tekin voru viðtöl við tvo stjórnendur innan Samkaupa hf. og þrjá verslunarstjóra Kjörbúðarinnar. Til þess að fá betri sýn frá sjónarhorni neytenda var framkvæmd megindleg rannsókn. Vefkönnun var lögð fyrir íbúa á Dalvík og Eskifirði. Alls voru 112 þátttakendur, þar af voru106 gild svör. Niðurstöður sýndu fram á að staða Kjörbúðarinnar á markaðinum væri sterk og ákjósanleg og að endurmörkun Kjörbúðarinnar hafi heppnast vel og aukið virði vörumerkisins. Mikilvægt er fyrir Kjörbúðina að viðhalda og auka vörumerkjavirði til þess að koma í veg fyrir að vörumerkið endi á sambærilegum stað og fyrrum vörumerki fyrir endurmörkun.


    Lykilorð: Vörumerkjarýni, endurmörkun, verslun, Kjörbúðin, Samkaup hf.

Samþykkt: 
  • 15.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er_endurmorkun_a_vorumerki_lausnin-BSc_ritgerd.pdf2.33 MBLokaður til...31.05.2139HeildartextiPDF
Beidni um lokun.pdf398.42 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna