is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33050

Titill: 
 • Hvert er viðhorf fasteignasala til blekkinga og lyga í viðskiptum?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvort íslenskir neytendur ættu að vera meðvitaðri um sviksemi fasteignasala, þar sem megnið af fjármagni kaupenda og seljanda er í húfi.
  Rannsóknin er unnin á grunni megindlegra aðferðarfræði þar sem sendir voru spurningalistar með tölvupósti til 131 fasteignasala sem auglýstu í Fasteignablaði Morgunblaðsins. Notaður var spurningalisti SINS frá Lewicki en hann mælir siðferðislegt viðhorf í samningagerð. Einnig var notaður listi frá Robert D. Hare til að flokka siðblindu. Alls fengust 82 svör, frá 55 körlum og 27 konum og var svarhlutfall 62,6% og telst það mark¬tæk svörun. Úrvinnsla rannsóknarinnar fór fram annars vegar fram í gegnum Micro¬soft Excel þar sem grunnúrvinnsla fór fram en nánari tölfræðigreining gerð í gegn um IBM SPSS 23.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að viðhorf fasteignasala til blekkinga og lyga í viðskiptum og því er svarið við rannsóknarspurningunni jákvætt.
  Rannsóknin sýnir fram á að kvenkyns fasteignasalar eru líklegri til þess að nota falskar væntingar og nota lygi en karlkyns fasteignasalar, þær gefa jafnframt frekar í skyn að þær hafi lengri tíma til samninga en karlarnir og lofa viðsemjendum frekar jákvæðri niðurstöðu úr samningum þó að þær hafi vitneskju um annað. Þegar aldur er skoðaður, þá bendir rannsóknin til að karlkyns fasteignasalar á aldrinum 31 – 50 ára beiti frekar lygum en þeir sem eru á aldrinum 51 – 70 ára. Þegar tekjur voru skoðaðar kom í ljós að þeir sem höfðu tekjur lægri en 900 þúsund blekktu meira en þeir sem voru tekjuhærri. Í rannsókninni kom einnig í ljós að karlkyns fasteignasalar sýndu betra siðferði en konurnar í fasteignaviðskiptum og voru líklegri til að standa við gefin loforð.

Samþykkt: 
 • 15.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð-Hvert er viðhorf fasteignasala til blekkinga og lyga 14 maí 2019 .pdf1.2 MBLokaður til...01.05.2021HeildartextiPDF
Yfirlysing varðandi lokaverkefni.pdf81.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað í 2 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.