is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33055

Titill: 
  • Starfsánægja : áhrif stjórnenda og starfsumhverfis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Starfsánægja er flókið fyrirbæri sem ekki er hægt að skýra með einni kenningu en skilgreinist sem persónulegt viðhorf starfsfólks út frá upplifun þess á starfi sínu. Á síðustu árum hafa fyrirtæki lagt metnað í að rannsaka starfsánægju út frá einstaklingum enda skiptir hún höfuðmáli fyrir velgengni á öllum vinnustöðum. Mannlegi þátturinn sem og samskiptahæfni eru sífellt að verða mikilvægari eiginleikar í verðmætasköpun fyrirtækja.
    Rannsóknir á starfsánægju gefa stjórnendum færi á að skilja þarfir og hvata starfsmanna til að auka starfsánægju þeirra. Helst eru notaðar tvær aðferðir til að mæla starfsánægju, mælingar á heildaránægju ásamt mælingum á áhrifaþáttum tengdum starfi.
    Í ritgerðinni er fjallað um starfsánægju, sögu hennar og kenningar sem hafa verið settar fram. Einnig er farið yfir helstu áhrifaþætti og samband stjórnenda og mannauðar við starfsánægju. Markmið ritgerðarinnar var að kanna starfsánægju starfsfólks ABC ehf. Í rannsókninni var notast við megindlega aðferð, nánar tiltekið netkönnun þar sem starfsmenn ABC ehf. svöruðu spurningum tengdum viðhorfi þeirra á ýmsum áhrifaþáttum. Starfsánægja er skoðuð út frá þátttakendum sem einni heild auk þess sem kannað er hvort hlutlægir þættir hafi áhrif. Þá verður farið yfir heildarstarfsánægju, viðhorf til yfirmanna, verkferla og starfsumhverfis.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að starfsmenn ABC ehf. séu almennt ánægðir í starfi og fleiri telji að mikilvægara sé að vera ánægður en að fyrirtækið nái árangri. Laun og tækifæri til þess að vaxa í starfi komu verst út í þessari rannsókn. Vinnuaðstaða og starfsandi virtust hafa mest áhrif á starfsánægju starfsmanna ABC ehf.

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.lokaverkefni_Starfsanaegja.pdf1,19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna