is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33058

Titill: 
  • Gæði upplýsinga í ársreikningum íslenskra fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður stiklað á stóru um yfirgripsmiklar breytingar á lögum um ársreikninga nr. 3/2006, þar sem lögð var niður heimild fyrirtækja til að skila inn samandregnum ársreikningum. Í rannsókn þessari mun fara fram greining á þeim áhrifum sem ofangreindar breytingar geta haft á fylgni 1 fyrirtækja við lög um ársreikninga sem og áhrifum annarra tengdra þátta. Fyrirtækin sem tekin voru fyrir í rannsókninni áttu það öll sameiginlegt að hafa skilað inn samandregnum ársreikningum áður en lagabreytingar tóku gildi í upphafi árs 2016
    en virtust þó hafa átt fátt annað sameiginlegt. Mikill stærðarmunur var á fyrirtækjunum sem og aldursmunur. Höfundur veit ekki til þess að viðfangsefni þessarar rannsóknar hafi verið kannað áður, en Árni Claessen (2018) kannaði samræmi í ársreikningum íslenskra óskráðra fyrirtækja 2 við lög um ársreikninga áður en ofangreindar lagabreytingin átti sér stað. Í þessari rannsókn verða niðurstöður úr rannsókn Árna Claessen nýttar til samanburðar við niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að hægt sé að sjá áhrif lagabreytinganna. Notast verður við tölfræðilegar prófanir við mælingar á fylgni og við greiningu á áhrifum annarra tengdra þátta á gæði upplýsinga í ársreikningum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að meðalfylgni í ársreikningum íslenskra fyrirtækja við lög um ársreikninga hefur aukist um að meðaltali 14% síðan ársreikningar þessara fyrirtækja voru skoðaðir í rannsókn Árna Claessen. Eins gáfu niðurstöður til kynna að meðalfylgni þeirra fyrirtækja sem skiluðu inn endurskoðuðum ársreikningum til ársreikningarskráar var almennt hærri en hjá þeim sem skiluðu inn
    óendurskoðuðum ársreikningum. Að auki kom í ljós að þau fyrirtæki sem kusu að láta stærri endurskoðunarfyrirtæki sjá um endurskoðun sína eða fengu aðstoð frá stærri endurskoðunarfyrirtækjum við gerð ársreikninga sinna sýndu hærri meðalfylgni heldur en þau sem létu minni endurskoðunarfyrirtæki eða einstaklinga um endurskoðun sína.

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-ritgerð-15.05.19.pdf455.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna