is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33061

Titill: 
  • Markaðssamskipti með prentmiðlum í hinum stafræna heimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilkomu stafrænna miðla hafa markaðssamskipti þróast mikið undanfarin ár. Lestur á dagblöðum og tímaritum hefur farið minnkandi. Á sama tíma hefur net- og samfélagsmiðla notkun aukist og í kjölfarið hefur stafræn markaðssetning orðið sífellt vinsælli. Það hefur verið tilfinning margra að árangur markaðssamskipta með prentmiðlum sé ekki eins mikill og hann hefur verið í gegnum tíðina vegna tilkomu stafrænna miðla. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að prentmiðlar eigi í ímyndarkrísu eða hvort árangur markaðssamskipta með prentmiðlum hafi í raun og veru minnkað með tilkomu stafrænna miðla. Notast var við eigindlega rannsókn og tekin sex djúpviðtöl við valda sérfræðinga á sviði prentmiðla og markaðssamskipta. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að prentmiðlar eru ennþá áhrifaríkur miðill til markaðssamskipta og hefur skilvirkni hverrar auglýsingasnertingar ekki minnkað. Enn fremur leiddu niðurstöður í ljós að markaðssamskipti með prentmiðlum hafi meiri áhrif þegar prentmiðlar eru samnýttir öðrum miðlum í markaðsherferð. Þá hentar það ákveðnum fyrirtækjum og vörum betur en öðrum að eiga markaðssamskipti með prentmiðlum.

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc-ritgerd-ivar-solvi-FINAL.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna