is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33065

Titill: 
  • Fjármálamarkaðir og hagvöxtur : orsakasamband hlutabréfamarkaðar og vergrar landsframleiðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða mögulegt orsakasamband á milli þróunar á hlutabréfamarkaði og vergrar landsframleiðslu. Gögn um verga landsframleiðslu voru fengin hjá Hagstofu Íslands og gögn um hlutabréfaverð frá Nasdaq Ísland. Einnig voru niðurstöður erlendra rannsókna bornar saman við okkar. Rannsókninni var hagað á þann hátt að tekin var tímaröð raunbreytinga á vergri landsframleiðslu og raunbreytinga á hlutabréfavísitölu og beitt Granger-orsakaprófi (e. Granger causality test) til að kanna hvort Granger-orsakasamband sé á milli hlutabréfaverðs og hagvaxtar. Alls voru skoðuð þrjú tímabil, þ.e. fyrir hrun (1995-2007), eftir hrun (2008-2019) og allt tímabilið saman. Niðurstöður gáfu til kynna að ekkert orsakasamband sæist á tímabilinu fyrir hrun og tímabilinu í heild en fyrir tímabilið eftir hrun má greina að vöxtur raunvergrar landsframleiðslu Granger-orsaki þróun í raunverði hlutabréfa. Við teljum að niðurstöðurnar fyrir hrun stafi af of háu verði á hlutabréfamarkaði og því hafi markaðsvirði fyrirtækjanna ekki gefið rétta mynd af raunvirði fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands. Þær niðurstöður sem að við fengum úr gögnunum eftir hrun eru í samræmi við þá rannsókn sem að bendir til þess að virkur fjármálamarkaður sé mjög mikilvægur fyrir hagvöxt þar sem almenningur hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkað með aukinni lausafjárstöðu og stuðli að heilbrigðu fjármálakerfi. Því má áætla að dræm þátttaka almennings í hlutabréfamarkaðinum hér á landi valdi því að markaðurinn sé lengur en ella að taka við sér og að vinna úr nýjum upplýsingum sem leiðir til óskilvirkari markaðar.

    Lykilorð: Hagvöxtur, hlutabréf, skilvirkur markaður, Ísland, Granger-orsakasamhengi

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-2019-fjármálamarkaðir-og-hagvöxtur.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna