is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33067

Titill: 
  • Hvernig geta fyrirtæki byggt upp fyrirbyggjandi umhverfi og stuðlað að farsælli endurkomu eftir kulnun starfsmanna : innsýn frá mannauðssérfræðingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér á landi hefur kulnun í starfi verið mikið í umræðunni undanfarinn misser. Einkenni kulnunar eru yfirleitt þau sömu en þegar kemur að því að skoða orsökina er hún gjarnan af ólíkum toga. Orsakir geta bæði átt sér upptök í einkalífi og í vinnuumhverfi einstaklinga. Þar sem umræðan á Íslandi hefur helst beinst að einstaklingum var ákveðið að skoða þá þætti í vinnuumhvefinu sem gætu valdið kulnun. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig fyrirtæki geta búið til fyrirbyggjandi starfsumhverfi og stuðlað að farsælli endurkomu starfsmanna eftir kulnun. Svo hægt væri að skoða þetta nánar var lögð áhersla á að öðlast dýpri skilning á þeim þáttum innan fyrirtækja sem gætu leitt til kulnunar og skoða hvað mætti fara betur svo hægt væri að grípa fyrr inn í vandann. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð í formi djúpviðtala. Rætt var við tíu viðmælendur sem hafa reynslu á sviði mannauðsmála, þó var ekki skilyrði að hafa sérstaka reynslu á kulnun starfsmanna. Helstu niðurstöður bentu til mikilvægi þess að fyrirtæki tileinki sér einhverskonar aðferðir sem geta fyrirbyggt kulnun starfsmanna, t.d. auka sveigjanleika, fræða starfsfólk sitt um kulnun og veita starfsmönnum skýr skilaboð. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að lykilatriðið í fyrirbyggjandi vinnuumhverfi væru samskipti á vinnustað. Þá helst var rætt um mikilvægi þess að fyrirtæki upplýsi starfsfólk sitt vel um væntingar sínar til frammisstöðu þeirra svo bæði fyrirtæki og starfsmenn nái betri árangri. Að lokum vörpuðu niðurstöðurnar ljósi á mikilvægi sveigjanleika og stuðningi þegar kemur að farsælli endurkomu starfsmanna sem eru á batavegi eftir kulnun.

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokadrög_Kulnun - Berglind Einarsdóttir.pdf585.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna