Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33070
Bakgrunnur: Krabbameinsveikir eru stór hópur sem fer hratt vaxandi í takt við fólksfjölgun. Um er að ræða skjólstæðingahóp með fjölþætt vandamál sem þarfnast þjónustu víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarstýrð heildræn þjónusta er talin reynast vel. Aðstæður á bráðamóttöku eru ekki alltaf ákjósanlegar og sú þjónusta sem þessir einstaklingar þurfa er ekki alltaf til staðar þar.
Tilgangur: Að skoða þau úrræði sem hafa reynst árangursrík erlendis til að bæta gæði þjónustu við bráðveika krabbameinssjúklinga til að fækka komum á bráðamóttöku og innlögnum auk þess að bæta lífsgæði.
Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin leit þar sem stuðst var við PRISMA flæðirit við greiningu leitarinnar. Leitað var rannsóknagreina frá árunum 2009 til 2019 í gagnasafninu PubMed. Skilyrði voru að greinar væru birtar á ensku og fjölluðu einungis um fullorðna krabbameinsveika einstaklinga. Valdar voru níu rannsóknagreinar sem fjölluðu um úrræði erlendis, innan og utan bráðamóttöku, til að bæta þjónustu við krabbameinsveika einstaklinga.
Niðurstöður: Fimm rannsóknir voru frá Bandaríkjunum, tvær frá Asíu og tvær frá Evrópu sem skoðuðu ólík úrræði. Staðsetning krabbameinslæknis á bráðamóttöku hafði áhrif á tíðni innlagna og lengd þeirra, dánartíðni og dvalartíma sjúklinga á bráðamóttöku. Með tilkomu sérhæfðrar krabbameinsbráðamóttöku kom í ljós að skjólstæðingar upplifðu aukið öryggi við umönnun sem veitt var af sérhæfðu starfsfólki. Þá leiddi snemmtæk líknarmeðferð til þess að lifun var aukin og lífsgæði urðu til hins betra. Með því að auka þjónustu heima fyrir var hægt að auka lífsgæði, bæta lifun og fækka komum á bráðamóttöku. Rannsóknirnar sýndu mismunandi niðurstöður þar sem framkvæmd voru ýmis úrræði og sýndu þau fram á ólíkan árangur.
Ályktun: Til eru úrræði sem reynst hafa gagnleg til þess að koma til móts við þarfir krabbameinsveikra einstaklinga í tengslum við þjónustu innan og utan bráðamóttöku. Þó er ekki hægt að fullyrða um hvaða aðferð getur talist árangursríkari en önnur einungis út frá þessum niðurstöðum. Huga þarf að hinum ýmsu þáttum til þess að bæta gæði í þjónustu bráðveikra krabbameinssjúklinga. Þar á meðal mætti huga að því að virkja önnur þjónustustig í heilbrigðiskerfinu ásamt því að auka hæfni hjúkrunarfræðinga við umönnun þessa skjólstæðingahóps. Að auki er nauðsynlegt að rannsaka þetta málefni nánar.
Background: Cancer patients are a rapidly growing group as the total population expands. This group deals with diverse health problems that require multiple services within the health care system, e.g. the emergency department where holistic nursing management is considered successful. Circumstances in the emergency department are not always optimal and the services that these individuals need are not always present.
Purpose: To examine the resources that have proven to be effective internationally in order to improve the quality of service for acutely ill cancer patients to reduce admissions to emergency departments, hospital admissions and improve quality of life.
Method: A systematic search was performed using PRISMA flowchart to analyse the findings. Research articles from 2009 to 2019 were searched for in the PubMed database. The search was conditioned to articles published in English and only included adult cancer patients. Nine research articles from outside Iceland were selected that examined resources, within and outside the emergency department, to improve quality of care for cancer patients.
Results: Five articles from the United States, two from Asia and two from Europe were selected that looked at different resources. The placement of a medical oncologist in the emergency department affected the incidence and duration of hospital admissions, the mortality rate and the length of stay in the emergency department. With the introduction of a specialized cancer emergency department, patients experienced increased safety in care provided by specialized staff. Additionally, early palliative care led to increased survival rate and improved quality of life among patients. Furthermore, it was possible to improve quality of life, increase survival rate and reduce emergency admissions through increased home service. The researches included various resources that demonstrated different results that proved to be both effective and ineffective.
Conclusion: Certain resources exist that have proven to be effective in meeting the clinical needs of cancer patients, both inside and outside the emergency department. However, these findings do not suffice for a definite statement on which methods prove to be more effective than others. In order to improve quality of care for cancer patients, it is paramount to take various factors into consideration. Those factors include activating other service levels in the health care system, increasing the confidence of nurses in cancer patient care, as well as the need to research this issue further.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Krabbameinsveikir á bráðamóttöku.pdf | 699.4 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing á skemmuna.pdf | 373.38 kB | Locked | Yfirlýsing |