en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33072

Title: 
  • Title is in Icelandic Hver er þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði á Íslandi ?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsókn þessi fjallar um hlutabréfamarkaðinn á Íslandi og hver þátttaka almennings sé á honum. Gögnum var safnað frá Kauphöll Íslands og einnig Heimssamtökum Kauphalla eða World Federation of Exhange. Í framhaldi af því voru framkvæmd djúpviðtöl við sérfræðinga á markaðinum og einnig einstaklinga sem haft hafa einhverja reynslu á fjárfestingum. Einnig voru skoðaðar tölur frá öðrum löndum um þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og þær bornar saman við tölur á Íslandi.
    Niðurstöður gáfu til kynna að almenningur á Íslandi tekur lítinn þátt í fjárfestingum hlutabréfa og er eignaraðild almennings eingöngu 4,5% af heildarmarkaðsverðmæti markaðarins. Dregið hefur úr þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði í flestum löndum en áberandi mikið á Íslandi. Niðurstöður viðtala gáfu til kynna ástæður fyrir lélegri þátttöku, en traust var þar efst á lista. Almenningur á Íslandi virðist enn ekki hafa náð sér almennilega eftir fjármálahrunið 2008. Viðmælendur nefndu einnig lífeyrissjóðskerfið á Íslandi. Með auknum lífeyrisréttundum væri ekki hvati fyrir almenning að spara aukalega. Einnig var talað um þekkingu almennings á hlutabréfamarkaðinum og að fjármálalæsi yfir höfuð væri ábótavant.

Accepted: 
  • May 16, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33072


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSc EddaSoley.pdf1,27 MBOpenComplete TextPDFView/Open