is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33073

Titill: 
  • Þróun rafrænnar matvöruverslunar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þróun rafrænnar matvöruverslunar á Íslandi. Ástæður fyrir því að rafrænar matvöruverslanir eru ekki algengar á Íslandi voru kannaðar með rannsókn á fyrirliggjandi gögnum og rannsókn framkvæmd í formi spurningalista og viðtala. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við einstaklinga í stöðu framkvæmdastjóra, markaðsstjóra eða sambærilegum stöðum hjá fyrirtækjum sem þóttu viðeigandi fyrir þessa rannsókn. Niðurstöður viðtalanna gáfu innsýn og afhjúpuðu helstu tækifæri og hindranir sem fremstu seljendur matvöru á Íslandi þurfa að hafa í huga þegar ákvörðun hvort bjóða eigi upp á netverslun er tekin. Upplýsinga var einnig aflað með spurningalista, honum var dreift til almennings á rafrænu formi. Niðurstöður hans voru nýttar til að svara spurningum er varða álit neytenda á verslun á mat á netinu. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að lítið hlutfall svarenda hafði notfært sér rafræna verslun á matvöru en 61% svarenda sem ekki höfðu notfært sér slíka verslun hafði áhuga á að nýta sér þjónustuna.

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun-rafrænnar-matvöruverslunar-á-Íslandi. Guðrún Heiða og Sigrún Sunna.pdf975.1 kBLokaður til...01.01.2024HeildartextiPDF
gudrun heida.pdf400.94 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna