en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33074

Title: 
  • Title is in Icelandic Hagræn- og umhverfisleg áhrif rafbílavæðingar í Vestmannaeyjum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Aukin losun gróðurhúsalofttegunda á undanförnum áratugum hefur stuðlað að vitundarvakningu á meðal stjórnvalda víðsvegar um heim sem og almennings. Mannkynið er á krossgötum vegna loftslagsbreytinga. Síaukin losun koltvísýrings og áhrif hans á hlýnun jarðar gerir það að verkum að orkuskipti eru ekki lengur einungis æskileg heldur eru þau orðin nauðsynleg. Með því að skipta út hinum hefðbundnu orkugjöfum sem fela í sér bruna jarðefnaeldsneytis og auka notkun á þeim endurnýjanlegu verða orkuskipti. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hver hagræn- og umhverfisleg áhrif eru ef íbúar í Vestmannaeyjum myndu rafvæða fólksbílaflota sinn. Sviðsmyndagreiningu er beitt við úrvinnslu verkefnisins þar sem kannað er hvaða áhrif rafbílavæðing hefur á kostnað við kaup á orkugjafa, losun gróðurhúsalofttegunda, á ríkissjóð og fjárhag sveitarfélagsins ásamt nálgun við loftslagsmarkmið Íslands. Í greiningunni er stuðst við þrjár sviðsmyndir. Ein þeirra felur í sér algjöra rafmagnsbílavæðingu, önnur rafmagnsbílavæðingu í bland við sprengihreyfilsbíla (ICE) og sú þriðja snýr að rafmagnsbílavæðingu til helmings á móts við tengiltvinnbíla (PHEV). Gögn frá Samgöngustofu verða notuð við gerð verkefnisins. Gögnin sýna alla fólksbíla (M1) sem skráðir eru í Vestmannaeyjum ásamt ítarlegum upplýsingum um þá. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að við rafbílavæðingu verður sparnaður við kaup á orkugjöfum sem nemur allt að 392 milljónum kr. Auk þess verður mikil minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda sem hleypur á allt að 4.228 tonnum á ári. Þá fjármuni sem sparast er hægt að nýta í annað og smærra kolefnisspor kemur Íslendingum nær markmiðum Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum. Íbúar Vestmannaeyja geta sett fordæmi fyrir önnur sveitarfélög á Íslandi sem og á heimsvísu með því að stíga skref í átt að rafmagnsbílavæðingu.

Accepted: 
  • May 16, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33074


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hagræn- og umhverfisleg áhrif rafbílavæðingar í Vestmannaeyjum.pdf1,21 MBOpenComplete TextPDFView/Open