is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33075

Titill: 
  • Áhrif kynslóðabreytinga á íslenskan vinnumarkað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ein helsta áskorunin fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir í dag er innkoma nýrra kynslóða inná vinnumarkaðinn. Þessar kynslóðabreytingar krefjast þess að stjórnendur séu reiðubúnir til þess að mæta nýjum væntingunum þessara kynslóða og þurfa þar af leiðandi að nota réttar stjórnunaraðferðir til þess. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort að stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum finni fyrir breytingum á vinnuafli eftir kynslóðum og hvort að kynslóðirnar hafi áhrif á stjórnunaraðferðir stjórnenda. Eigindleg rannsókn var notuð og tekin voru viðtöl við sjö stjórnendur á íslenskum vinnumarkaði. Valdnir voru stjórnendur sem höfðu góða reynslu af vinnumarkaðnum og gátu myndað sér skoðun á þessu máli. Sérstakar áherslur voru lagaðar á að rannsaka hvort og hvernig stjórnendur séu að upplifa mun á milli kynslóð. Að mati flestra viðmælenda er ekki hægt að flokka einstaklinga einungis út frá kynslóð. Viðmælendur telja að fleiri þættir spili inn í val þeirra á stjórnunaraðferðum líkt og aðstæður og eðli verkefna. Því er ekki hægt að segja að kynslóðabreytingar hafi bein áhrif á stjórnunaraðferðir íslenskra stjórnenda. Hins vegar samræmast ákveðnar stjórnunaraðferðir vel við íslenskan raunveruleika þar sem viðmælendur segjast nýta sér frjálsar aðferðir sem að einblína á einstaklinginn.

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.Ritgerð - Lokaskil.pdf436.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna