is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33076

Titill: 
  • Áhrif meðgöngulengdar á þroska barns og félagslega líðan á unglingsárum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Þekkt er að áhætta á frávikum í þroska á barnsaldri eykst með styttri meðgöngulengd og lægri fæðingarþyngd. Íslensk rannsókn frá árinu 2003 sýndi að fyrirburar fengu marktækt lægri einkunn á þroskaprófum samanborið við samanburðarbörn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að andlegir kvillar eru algengari meðal fyrirbura. Þekkt er að langvinn streita er skaðleg fyrir andlega og líkamlega heilsu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl meðgöngulengdar við útkomu þroskaprófa við 5 ára aldur, kvíða og þunglyndi við 13 ára aldur og streitu við 14 ára aldur.
    Efni og aðferðir: Unnið var með gögn úr LIFECOURSE rannsókninni en þau fengust úr Fæðingarskrá Embættis landlæknis, frá Heilsugæslunni og úr spurningakönnunum. Þátttakendur voru 2227 börn fædd á Íslandi árið 2004. Einnig voru notaðar niðurstöður úr lífssýnum 139 barna þar sem mældur var styrkur kortisóls í munnvatni. Gerð voru tölfræðileg próf til að kanna tengsl meðgöngulengdar við þroska og félagslega líðan; kí-kvaðrat próf, t-próf, Wilcoxon próf og aðhvarfsgreining með línulegum og tvíkosta líkönum.
    Niðurstöður: Ekki fundust tengsl milli fyrirburðar og skertrar frammistöðu á þroskaprófi. Fyrirburar fengu að meðaltali 0,16 stigum (af 10 mögulegum) hærra á þroskaprófi en munur var ekki marktækur. Hvorki flokkuð meðgöngulengd (fyrirburi/fullburi) né meðgöngulengd í vikum höfðu marktæk tengsl við frammistöðu á þroskaprófi. Fyrirburður hafði ekki marktæk tengsl við aukin þunglyndiseinkenni eða kvíða. Fyrirburar höfðu að meðaltali minni slík einkenni þó munur reyndist ekki marktækur. Auk þess voru ekki tengsl milli meðgöngulengdar og ofantaldra einkenna og hið sama átti við um flokkaða meðgöngulengd. Ekki reyndist heldur vera munur milli fyrirbura og fullbura hvað varðar streitusvar, CAR (e. cortisol awakening response), né tengsl milli meðgöngulengdar í vikum og CAR. Ekki var marktækur munur á CAR milli mismunandi flokka meðgöngulengdar.
    Ályktanir: Ekki fundust tengsl milli meðgöngulengdar við fæðingu og breyta sem tengjast þroska barna og andlegri líðan og streitumerkja á unglingsárum. Þessar niðurstöður eru í nokkru ósamræmi við erlendar og innlendar rannsóknir um sama efni. Rannsóknin tók til heils árgangs barna á öllu Íslandi og var gagnasöfnun að mestu stöðluð. Þetta er fyrsta rannsókn á heimsvísu sem sameinar lífvísa og spurningalista sem snúa að streitu hjá árgangi barna á landsvísu. Helstu veikleikar rannsóknarinnar snúa að því að þó nokkur hluti árgangsins tók ekki þátt í rannsókninni og að ekki eru til fullkomin gögn hvað varðar alla þætti rannsóknarinnar. Þetta veldur hættu á valbjögun og minnkar tölfræðilegt afl umtalsvert því fyrirburar eru hlutfallslega fáir. Þrátt fyrir ofangreinda veikleika benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að andleg líðan fyrirbura sé ekki verri en jafnaldra þeirra síðar á ævinni og að þeir standi sig ekki verr á þroskaprófum.

Samþykkt: 
  • 16.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AudurGunnarsdottir_BSritgerd_loka.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
AudurGunnarsdottir_Yfirlysing.pdf395.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF