is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33078

Titill: 
 • Geðheilsulæsi ungmenna: Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Mental health literacy among adolescents and young adults A systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Geðræn vandamál eru algeng meðal ungmenna. Allt að 70-75% geðrænna vandamála byrja á unglings- eða snemmfullorðinsárunum og skýra geðræn vandamál allt að þriðjung af þeirri sjúkdómsbyrði sem ungmenni upplifa. Hugtakið geðheilsulæsi hefur því sérstakt mikilvægi fyrir ungmenni þar sem það getur stuðlað að snemmgreiningu geðraskana og aukinni hjálparleit. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að geðheilsulæsi meðal ungmenna er ábótavant þar sem þau virðast eiga erfitt með að bera kennsl á einkenni geðraskana og viðeigandi hjálparúrræði við geðröskunum.
  Tilgangur: Að varpa ljósi á geðheilsulæsi í tengslum við þunglyndi á meðal ungmenna á aldrinum 14 til 25 ára.
  Markmið: Að greina og samþætta niðurstöður rannsókna sem fjalla um geðheilsulæsi á þunglyndi á meðal ungmenna.
  Aðferð: Heimildaleit fór fram í gagnabankanum PubMed. Leitað var að megindlegum og eigindlegum rannsóknargreinum á ensku sem komu út á tímabilinu 2006 til 2019. Eingöngu greinar sem fjölluðu um geðheilsulæsi á þunglyndi á meðal ungmenna á aldrinum 14 til 25 ára voru skoðaðar. Við greiningu og framsetningu á heimildum var notast við PRISMA flæðirit.
  Niðurstöður: Samtals sjö rannsóknargreinar mættu inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar. Niðurstöður voru flokkaðar eftir því hvar rannsóknirnar voru framkvæmdar. Þrjár rannsóknir fóru fram í Evrópu, þrjár í Ástralíu og ein í Norður-Ameríku. Rannsóknirnar sýndu að geðheilsulæsi ungmenna á aldrinum 14 til 25 ára er ábótavant þegar kemur að þekkingu á einkennum þunglyndis og viðeigandi hjálparúrræðum við þunglyndi. Hins vegar mátti sjá mun á geðheilsulæsi ungmenna á milli heimsálfa og innan heimsálfa.
  Umræður/ályktun: Geðheilsulæsi ungmenna á þunglyndi er ábótavant þar sem ungmenni eiga erfitt með að bera kennsl á einkenni þunglyndis og hjálparúrræði við því. Hjúkrunarfræðingar starfa oft með ungmennum og því eru þeir í lykilstöðu til að efla geðheilsulæsi þeirra. Því er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að vera meðvitaðir um geðheilsulæsi ungmenna og taka virkan þátt í að efla það.
  Lykilorð: Geðheilbrigði, geðræn vandamál, geðraskanir, þunglyndi, unglingar, ungmenni, hjálparleit, geðheilsulæsi, heilsulæsi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Mental health problems are common among adolescents and young adults. Approximately 70-75% of mental health problems start to manifest themselves during that life stage. In addition, mental disorders make up about one third of the illnesses among adolescents and young adults. Mental health literacy is therefore especially important for that age group since it can promote early diagnosis of mental disorders and increase help-seeking behaviour. However, research has shown that mental health literacy among adolescents and young adults is inadequate since they seem to have a hard time identifying symptoms of mental disorders and appropriate treatment for them.
  Purpose: To shed light on mental health literacy with regards to depression among adolescents and young adults aged between 14 and 25 years old.
  Objective: To analyze and integrate the results of research findings concerning mental health literacy with regards to depression among adolescents and young adults.
  Method: References were obtained by searching the PubMed database. Peer reviewed articles with both quantitative and qualitative analysis in English and published in the years 2006 to 2019 were sought. Only articles about mental health literacy with regards to depression among adolescents and young adults aged between 14 and 25 years old were considered. A PRISMA flow chart was used in order to analyze and present the obtained references.
  Results: A total of seven studies met the criteria of the systematic review. Results were sorted by which continent the research took place. Three studies took place in Europe, three in Australia and one in North-America. The research showed that mental health literacy among adolescents and young adults is inadequate when it comes to recognizing symptoms of depression and appropriate treatment for depression. However, there seems to be a noticeable difference between mental health literacy among adolescents and young adults within continents and between them.
  Conclusion: Mental health literacy with regards to depression among adolescents and young adults is inadequate since they seem to have a hard time identifying symptoms of depression and appropriate treatment for it. Nurses often work with adolescents and young adults and are therefore in a key position to improve their mental health literacy. It is therefore important for nurses to be informed about mental health literacy among adolescents and young adults and actively try to improve it.
  Keywords: Mental health, mental illness, mental disorders, depression, adolescents, young adults, help-seeking behaviour, mental health literacy, health literacy.

Samþykkt: 
 • 17.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni.pdf680.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS-verkefni.2.pdf966.41 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf487.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF