is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33083

Titill: 
 • Meðganga og fæðing með MS-sjúkdómi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Heila- og mænusigg (Multiple sclerosis, MS) er langvinnur bólgusjúkdómur sem herjar á miðtaugakerfið og einkennist af bólgufrumuíferð, eyðingu mýelínslíðurs og fækkun taugasíma. MS sjúkdómur er ein algengasta orsök fötlunar hjá ungu fólki og er hann algengari í konum en körlum. Sjúkdómurinn greinist helst á barneignaraldri og undirstrikar sú staðreynd mikilvægi þess að þekking sé fyrir hendi um áhrif sjúkdómsins á meðgöngu- og fæðingasögu kvenna með MS. Flest bendir til þess að lítil áhætta fylgi meðgöngu og fæðingu þessara kvenna en ósamræmi hefur þó einkennt niðurstöður rannsókna. Til að mynda er umdeilt hvort auknar líkar séu á áhaldafæðingu hjá konum með MS og hvort börn þeirra séu líklegri til þess að fæðast smá miðað við meðgöngulengd. Markmið rannsóknarinnar er að taka saman meðgöngu- og fæðingasögu kvenna með MS á Íslandi og bera saman við hóp kvenna sem ekki hafa greinst með MS eða annan langvinnan sjúkdóm
  Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn sem náði til kvenna á aldrinum 19-65 ára sem eignast höfðu barn eftir greiningu MS sjúkdómsins (ICD-10:G35) á árunum 1999-2018. Gögn um útkomu meðgöngu og fæðingar voru fengin með samkeyrslu á Fæðingaskrá Embættis landlæknis og sjúkraskrárkerfi Landspítala. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 129 meðgöngum og fæðingum kvenna með MS en til samanburðar voru meðgöngur og fæðingar (n=129) kvenna sem ekki höfðu MS á meðgöngu. Hlutfallsleg áhætta var reiknuð.
  Niðurstöður: Miðað við samanburðarhóp var meðgöngulengd að meðaltali styttri hjá konum með MS en þær voru þó ekki í aukinni hættu á fyrirburafæðingum. Meðalfæðingarþyngd var sambærileg milli hópa eftir leiðréttingu. Konur með MS voru líklegri til þess að enda meðgönguna með valkeisara miðað við samanburðarhóp. Ekki var aukin áhætta á áhaldafæðingu, lengdri fæðingu, framköllun fæðingar, bráðakeisara, barnabiki í legvatni né á inngripi vegna fósturstreitu hjá konum með MS miðað við samanburðarhóp. Ekki var sýnt fram á mun á Apgar milli hópa.
  Ályktanir: Rannsóknin veitir skýra mynd af meðgöngu -og fæðingasögu kvenna með MS á Íslandi síðastliðin 20 ár. Í stórum dráttum vegnar konum með MS og börnum þeirra jafnvel í meðgöngu og fæðingu og konum, og börnum, sem eru lausar við langvinna sjúkdóma. Í framhaldi er áhugavert að skoða breytur með tilliti til alvarleika fötlunar og fyrirbyggjandi lyfjagjafar á meðgöngu.

 • Inngangur: Heila- og mænusigg (Multiple sclerosis, MS) er langvinnur bólgusjúkdómur sem herjar á miðtaugakerfið og einkennist af bólgufrumuíferð, eyðingu mýelínslíðurs og fækkun taugasíma. MS sjúkdómur er ein algengasta orsök fötlunar hjá ungu fólki og er hann algengari í konum en körlum. Sjúkdómurinn greinist helst á barneignaraldri og undirstrikar sú staðreynd mikilvægi þess að þekking sé fyrir hendi um áhrif sjúkdómsins á meðgöngu- og fæðingasögu kvenna með MS. Flest bendir til þess að lítil áhætta fylgi meðgöngu og fæðingu þessara kvenna en ósamræmi hefur þó einkennt niðurstöður rannsókna. Til að mynda er umdeilt hvort auknar líkar séu á áhaldafæðingu hjá konum með MS og hvort börn þeirra séu líklegri til þess að fæðast smá miðað við meðgöngulengd. Markmið rannsóknarinnar er að taka saman meðgöngu- og fæðingasögu kvenna með MS á Íslandi og bera saman við hóp kvenna sem ekki hafa greinst með MS eða annan langvinnan sjúkdóm
  Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn sem náði til kvenna á aldrinum 19-65 ára sem eignast höfðu barn eftir greiningu MS sjúkdómsins (ICD-10:G35) á árunum 1999-2018. Gögn um útkomu meðgöngu og fæðingar voru fengin með samkeyrslu á Fæðingaskrá Embættis landlæknis og sjúkraskrárkerfi Landspítala. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 129 meðgöngum og fæðingum kvenna með MS en til samanburðar voru meðgöngur og fæðingar (n=129) kvenna sem ekki höfðu MS á meðgöngu. Hlutfallsleg áhætta var reiknuð.
  Niðurstöður: Miðað við samanburðarhóp var meðgöngulengd að meðaltali styttri hjá konum með MS en þær voru þó ekki í aukinni hættu á fyrirburafæðingum. Meðalfæðingarþyngd var sambærileg milli hópa eftir leiðréttingu. Konur með MS voru líklegri til þess að enda meðgönguna með valkeisara miðað við samanburðarhóp. Ekki var aukin áhætta á áhaldafæðingu, lengdri fæðingu, framköllun fæðingar, bráðakeisara, barnabiki í legvatni né á inngripi vegna fósturstreitu hjá konum með MS miðað við samanburðarhóp. Ekki var sýnt fram á mun á Apgar milli hópa.
  Ályktanir: Rannsóknin veitir skýra mynd af meðgöngu -og fæðingasögu kvenna með MS á Íslandi síðastliðin 20 ár. Í stórum dráttum vegnar konum með MS og börnum þeirra jafnvel í meðgöngu og fæðingu og konum, og börnum, sem eru lausar við langvinna sjúkdóma. Í framhaldi er áhugavert að skoða breytur með tilliti til alvarleika fötlunar og fyrirbyggjandi lyfjagjafar á meðgöngu.

Samþykkt: 
 • 17.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bryndisbjork_bsritgerd2019.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.bryndisbjork.pdf150.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF