is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33089

Titill: 
 • Greining, meðferð og horfur sjúklinga með krabbamein eða meinvörp í lifur, gallgöngum eða gallblöðru 2013-2017
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Krabbamein í lifur og gallgangakerfi, þar með talið gallblöðru, eru illvígir sjúkdómar sem hafa slæmar horfur. Krabbamein í lifur eru sjötta algengasta tegund krabbameina á heimsvísu en þau eru mun sjaldgæfari á Íslandi vegna lægri tíðni helstu áhættuþátta. Þó hefur verið leitt að því líkum að nýgengi þeirra muni fara vaxandi vegna aukinnar tíðni lífsstílssjúkdóma. Lifrarfrumukrabbamein (e. hepatocellular carcinoma, HCC) eru um 70-85% allra krabbameina sem eiga uppruna í lifur. Gallgangakrabbamein (e. cholangiocarcinoma, CCA) eiga uppruna sinn frá gallgangafrumum en þeim má skipta eftir staðsetningu í þrjá flokka intrahepatic (iCCA), perihilar (pCCA) og distal (dCCA) en þau eru sjaldgæf. Gallblöðrukrabbamein hafa yfirleitt slæmar horfur nema þau séu greind snemma sem gerist oftast fyrir tilviljun í gallblöðruaðgerð. Meinvörp eru algengustu æxlin í lifur og má oftast rekja þau frá æxlum í ristli eða endaþarmi, en skurðaðgerð er eina meðferðin með möguleika á lækningu á umræddum sjúkdómum.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er liður í innleiðingu gæðaskráningar á LSH fyrir ofangreind krabbamein. Listi yfir sjúklinga með umræddar greiningar 2013-2017 fékkst frá Krabbameinsskrá Íslands og upplýsingar voru því næst fengnar úr sjúkraskráarkerfum LSH og skráðar í þar til gerð skráningareyðublöð sem voru unnin að sænskri fyrirmynd. Samanburður var að lokum gerður við sænsku krabbameinsskrána.
  Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 73 einstaklingar með krabbamein í lifur en þar af voru 66 greindir með HCC, sem gerir aldursstaðlað nýgengi HCC 3,9 á hverja 100.000 íbúa. Á Íslandi voru 52% með tengdan lifrarsjúkdóm við greiningu en 71% í Svíþjóð (p<0,001). Á Íslandi voru 52% með skorpulifur á móti 66% í Svíþjóð (p=0,03) og 45% HCC sjúklinga á Íslandi voru með sykursýki. Á Íslandi fóru 60% í einhvers konar meðferð, en aðeins 23% í læknandi skurðaðgerð samanborið við 37% í Svíþjóð (p=0,03). Alls greindust 25 með CCA þar af 15 með iCCA, 9 með pCCA og einn með óskilgreint CCA. Tólf sjúklingar greindust með krabbamein í gallblöðru en þar afeinn greindist með paraganglioma í gallblöðru. Alls fóru 38 sjúklingar í skurðaðgerð vegna meinvarpa í lifur. Alls voru 63% greindra tilfella á Íslandi tekin fyrir á samráðsfundi við greiningu en tæp 93% í Svíþjóð (p<0,001). Þar af voru 34% á Íslandi sem fóru í aðgerð innan 21 dags frá samráðsfundi en 21% í Svíþjóð (p=0,05). Fjöldi hlutabrottnámsaðgerða á hverja 100.000 íbúa voru 2-8 á Íslandi á móti 5-11 í Svíþjóð. Fylgikvillatíðni >2 á Clavien Dindo skalanum var 42,6% á Íslandi en 34,9% í Svíþjóð (p=0,23). Miðgildi legudaga eftir aðgerð voru 6 dagar bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
  Ályktun: Hlutfallslega færri tilfelli voru tekin fyrir á samráðsfundi við greiningu og mun færri aðgerðir voru framkvæmdar á Íslandi á tímabilinu miðað við í Svíþjóð. Nýgengi HCC hefur aukist töluvert á Íslandi frá fyrri rannsóknum. Mun færri eru með undirliggjandi lifrarsjúkdóm eða skorpulifur við greiningu en þekkist erlendis. Á Ísland hefur þó orðið aukning þar á. Nýgengi iCCA virðist vera að hækka á meðan nýgengi pCCA stendur í stað. Nýgengi gallblöðrukrabbameina virðist standa í stað.

Samþykkt: 
 • 17.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel_Hekla_Sigurdardottir_BSc_Ritgerd.pdf3.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf297 kBLokaðurYfirlýsingPDF