is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33093

Titill: 
 • Áhrif stökkbreytinga í HFE geninu á járnbúskap
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Járn er lífsnauðsynlegt en ef uppsöfnun járns er óeðlileg getur það valdið vefjaskemmdum. Járnofhleðsla er ástand þar sem of mikið af járni safnast í vefi líkamans. Algengasta ástæða járnofhleðslu eru tvær stökkbreytingar í HFE geninu, C282Y (Y) og H63D (Y), sem valda auknu frásogi á járni vegna minnkaðrar hepsidínframleiðslu. Einstaklingar með stökkbreytingu í báðum samsætum HFE gensins, sérstaklega C282Y stökkbreytingu, eiga hættu á að fá sjúkdóma tengda járnofhleðslu og kallast það þá járnhleðslukvilli. Ekki allir með arfgerðir járnofhleðslu fá ofhleðslu og aðeins hluti þeirra fær járnhleðslukvilla. Ástæður þess eru líklega fólgnar í erfðum og umhverfi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni HFE arfgerða á Íslandi og skoða áhrif þessara arfgerða á járnbúskap. Einnig var kannað hvort erfðaþættir tengdir járnbúskap hefðu áhrif á sýnd járnofhleðslu.
  Efni og aðferðir: Arfgerðarupplýsingar rúmlega 150.000 Íslendinga frá ÍE voru notaðar til þess að kanna HFE arfgerð. Rúmlega 4,4 milljónir blóðsýna frá LSH, FSA og Rannsóknarmiðstöðinni Mjódd frá 1990-2018 voru notaðar til þess að meta járnbúskap í arfgerðarhópum.
  Niðurstöður: Samsætutíðni C282Y var 6,6% og 12,5% hjá H63D. Marktækur munur var á öllum mæligildum tengdum járnbúskap hjá HFE arfgerðum miðað við villigerð. Munur á járnbúskap kynjanna innan arfgerða var marktækur og umtalsverður. Sýnd járnofhleðslu (ferritín > 400 μg/L) hjá Y/Y einstaklingum var 75% hjá körlum og 34% hjá konum (Y/D, kk = 31%, kvk = 10%) og hún var algengari og alvarlegri hjá eldri einstaklingum. Tveir erfðabreytileikar höfðu áhrif á líkur þess að hafa transferrínmettun > 50% en þeir voru í TMPRSS6 (verndandi í Y/wt) og IL6R (útsetjandi í Y/D).
  Ályktanir: Munur sást á járnbúskap allra HFE arfgerða. Y/Y karlar voru líklegastir til þess að fá járnofhleðslu en 75% þeirra höfðu merki um járnofhleðslu (miðað við ferritínmælingu) og 24% þeirra eldri en 40 ára höfðu mikla járnofhleðslu (sFerritin >1000 μg/L). Erfðaþættirnir sem fundust hafa báðir tengsl við stýringu á hepsidínframleiðslu lifrar og þannig áhrif á járnbúskap. Í ljósi þess hve há sýnd járnofhleðslu er hjá Y/Y einstaklingum er ástæða til þess að íhuga fyrirbyggjandi eftirlit á grundvelli arfgerðarupplýsinga.

Samþykkt: 
 • 17.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann Ragnarsson BS. ritgerð, Áhrif stökkbreytinga í HFE geninu á járnbúskap.pdf2.15 MBLokaður til...15.05.2021HeildartextiPDF
Yfirlýsing Jóhann.jpg36.05 kBLokaðurYfirlýsingJPG