is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33094

Titill: 
 • Taugatróðsæxli á Íslandi 1999-2016
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Taugatróðsæxli eru ein algengustu frumkomnu æxli miðtaugakerfisins og eiga uppruna sinn í taugatróðsfrumum heila og mænu. Til eru margar undirgerðir taugatróðsæxla en flest eiga þau sameiginlegt að vera sjaldgæf. Algengustu tegundir taugatróðsæxla vaxa ífarandi inn í heilavef og eru talin ólæknanleg og er dánartíðni há. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á betri lifun hjá einstaklingum með hágráðu taugatróðsæxli eftir að byrjað var að gefa krabbameinslyfið temozolomide samhliða geislameðferð í stað geislameðferðar eingöngu. Markmið rannsóknar var að taka saman faraldsfræði sjúkdómsins á Íslandi, upplýsingar um veitta meðferð og afdrif sjúklinga.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra þeirra einstaklinga sem voru með staðfesta vefjagreiningu á taugatróðsæxli frá 1. janúar 1999 - 31. desember 2016. Gögn fengust hjá Krabbameinsskrá Íslands og Landspítala. Skoðaðar voru sjúkraskrár, vefjagreiningar og aðgerðalýsingar einstaklinganna.
  Niðurstöður: Alls greindust 334 einstaklingar með taugatróðsæxli á árunum 1999-2016. Hvorki mátti greina neina hækkun né lækkun á árlegu nýgengi sjúkdómsins en hún hélst svipuð á milli ára, eða um 6 tilfelli á hverja 100.000 íbúa. Af öllum gerðum taugatróðsæxlum sem greindust var glioblastoma algengast með árlegt nýgengi 3,59 á hverja 100.000 íbúa. Karlar voru útsettari fyrir sjúkdómnum og fór tíðnin hækkandi með hækkandi aldri. Æxlin hafa aðra sjúkdómsmynd í börnum en 96,6% æxla í börnum voru lággráðu æxli en aðeins 19,9% æxla í fullorðnum tilheyrðu lággráðu æxlum. Lifun einstaklinga með WHO gráðu IV æxli hefur batnað eftir að byrjað var að gefa krabbameinslyfið Temozolomide samhliða geislameðferð, borið saman þá sem fengu aðeins geislameðferð. WHO gráðu IV æxli er þó enn ólæknandi og 5 ára lífshorfur afar slæmar.
  Umræður: Ljóst er að lifun einstaklinga með WHO gráðu IV æxli hefur lengst eftir að byrjað var að gefa temozolomide samhliða geislameðferð, sem er sambærilegt niðurstöðum erlendra rannsókna. Borið saman við samskonar rannsóknir virðist lifun hérlendis hins vegar ekki jafn góð, hvorki fyrir þá einstaklinga sem aðeins fá geislameðferð né þeirra sem fá samhliða geisla- og lyfjameðferð með temozolomide. Má velta því fyrir sér hvort erfða- og sameindafræðilegir eiginleikar æxla hérlendis sé öðruvísi en erlendis eða hvort aðrar ástæður skýri þennan mun.

Samþykkt: 
 • 17.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hlifsamuelsdottir_bsritgerd.pdf780.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf304.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF