is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33095

Titill: 
 • Skjaldkirtilskrabbamein á Íslandi 2009-2016: Endurkomutíðni, horfur og meðferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Skjaldkirtilskrabbamein er algengasta form krabbameins í innkirtlum. Langflestar vefjagerðir skjaldkirtilskrabbameina eru komnar frá skjaldbúsfrumum (e. follicular cells). Þeim má skipta í vel þroskuð krabbamein sem eru meirihluti skjaldkirtilskrabbameina (>90%), illa þroskuð krabbamein (~6%) og villivaxtarkrabbamein (~1-2%), sem er eitt banvænasta krabbamein sem finnst í mönnum. Meðferð skjaldkirtilskrabbameins er fyrst og fremst fólgin í skurðaðgerð þar sem skjaldkirtill er fjarlægður alveg eða að hluta auk brottnáms á hálseitlameinvörpum séu þau til staðar. Hjálparmeðferð (adjuvant) þroskaðra krabbameina felst í gjöf geislajoðs, sérstaklega hjá sjúklingum með háa áhættu á endurkomu sjúkdóms.
  Efni og aðferðir: Þýðið samanstóð af einstaklingum sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein á tímabilinu 1. janúar 2009 – 31. desember 2016. Upplýsingar um greind krabbamein fengust hjá Krabbameinsskrá Íslands. Upplýsingar um greiningu, meðferð, eftirfylgd og endurkomu sjúkdóms fengust í sjúkraskráarkerfinu Sögu. Tölfræðiúrvinnsla var unnin í Excel og forritinu R.
  Niðurstöður: Frá 1. janúar 2009 – 31. desember 2016 greindust 237 einstaklingar með 241 skjaldkirtilskrabbamein. Þroskuð mein voru samtals 221 (92%), villivaxtarmein voru 18 (7%) og merggerðaræxli voru 2 (1%). Fimm einstaklingar greindust í krufningu. Meirihluti sjúklinga, 219 af 232 (94%) fóru í aðgerð á skjaldkirtli og þar af 165 (71%) í heildarbrottnám skjaldkirtils. Samtals fóru 155 (70,1%) sjúklinga með þroskað skjaldkirtilskrabbamein í heildarbrottnám á skjaldkirtli og af þeim fengu 113 (73%) geislajoðmeðferð í kjölfar aðgerðar, þar af fengu 54 af 113 (48%) sjúklingum í mjög lágri/lágri áhættu á endurkomu geislajoðmeðferð í kjölfar aðgerðar og 50 af 54 (93%) af sjúklingum í miðlungs áhættu á endurkomu. 34 (16%) sjúklingar með þroskað skjaldkirtilskrabbamein fengu endurkomu sjúkdóms eftir frummeðferð, þar af hafði 31 sjúklingur fengið geislajoðmeðferð. Í þroskuðum meinum voru hlutfallslega flestar endurkomur í kjölfar meðferðar í hópnum „miðlungs“ áhætta á endurkomu sjúkdóms þar sem 40% sjúklinga fékk endurkomu. 35 sjúklingar af 232 (15%) voru látnir með skjaldkirtilskrabbamein í árslok 2018, þar af 27 (77%) vegna krabbameinsins. Dánartíðni var hæst meðal sjúklinga með villivaxtarmein en 94% sjúklinga létust. Sautján sjúklingar með þroskað skjaldkirtilskrabbamein létust, þar af 10 af völdum krabbameinsins. Dánartíðni sjúklinga með þroskað mein jókst eftir því sem stigun sjúkdóms var hærri og var 100% hjá sjúklingum með þroskað mein á stigi IV. Hlutfallsleg lifun sjúklinga með þroskuð mein jókst eftir því sem áhætta þeirra á endurkomu var lægri og var 99% hjá sjúklingum í mjög lág/lágáhættuhóp en 35% hjá sjúklingum í hááhættuhóp.
  Ályktanir: Hlutfall merggerðaræxla af greindum meinum var óvenju lágt á tímabilinu. Á sama tíma var hlutfall villivaxtarkrabbameina af greindum meinum hærra en við mátti búast og skýrir það að vissu leyti hve hátt hlutfall sjúklinga lést vegna skjaldkirtilskrabbameins. Stigun og áhættuflokkun á endurkomu þroskaðra meina endurspeglar vel hlutfallslega lifun sjúklinga og eru nytsamleg tól við meðferðarákvarðanir. Hátt hlutfall sjúklinga í mjög lágri/lágri áhættu á endurkomu sjúkdóms fengu geislajoð í kjölfar aðgerðar sem gæti mögulega bent til ofmeðhöndlunar á þeim hópi. Endurkomutíðni í hópi þeirra sem eru í miðlungs áhættu á endurkomu sjúkdóms er 40% þrátt fyrir að meirihluti hópsins, 93% hafi fengið geislajoð.

Samþykkt: 
 • 17.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dagbjort_adalsteinsdottir_BSloka.pdf675.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_dagbjort.pdf295.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF