is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33104

Titill: 
  • Bráð brisbólga af óþekktum toga: áhrif líkamsþyngdarstuðuls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið: Að skoða tengsl líkamsþyngdarstuðuls (BMI) við bráða brisbólgu af óþekktum orsökum (e.idiopathic acute pancreatitis) og meta áhrif offitu við framvindu og horfur eftir fyrsta kast af bráðri brisbólgu.
    Inngangur: Rannsóknir á faraldsfræði brisbólgu hafa sýnt að brisbólga er talin vera af óþekktum orsökum í 15%-20% tilfella. Óljóst er hvort að BMI hefur áhrif á fylgikvilla og horfur þessara sjúklinga.
    Efni og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á öllum sjúklingum með fyrsta kast af bráðri brisbólgu á árunum 2006-2015 á Íslandi. Rafrænar sjúkraskrár á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri voru skoðaðar og viðeigandi upplýsingar skráðar svo sem BMI, orsakir brisbólgunnar, fylgikvillar og horfur. Offita var skilgreind sem BMI>30.
    Niðurstöður: Alls greindust 1102 tilfelli af fyrsta kasti af bráðri brisbólgu á rannsóknartímabilinu. Upplýsingar um BMI-stuðul voru til staðar fyrir 237 af 1102 sjúklingum: meðalaldur 57 ára, 43% konur, 37% vegna gallsteina, 37% af óþekktum orsökum, 26% vegna áfengis. Alls 50% sjúklinga með brisbólgu af óþekktum orsökum voru með BMI>30, miðað við 51% sjúklinga með gallsteina orsakaða brisbólgu og 26% sjúklinga með áfengistengda brisbólgu. Sjúklingar með brisbólgu af óþekktum orsökum voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul en sjúklingar með áfengistengda brisbólgu (p=0.001) en svipaðan og sjúklingar með gallsteinatengda brisbólgu. Offita reyndist ekki vera áhættuþáttur fyrir alvarlegri brisbólgu, fylgikvillum eða líffærabilun í kjölfar brisbólgu, innlögn á gjörgæslu eða þróun til krónískrar brisbólgu.
    Ályktanir: Stór hluti sjúklinga með bráða brisbólgu af óþekktum orsökum og með gallsteina orsakaða brisbólgu eru með BMI>30. Ekki var hægt að sýna fram á meinta tengingu offitu við horfur í kjölfar bráðrar brisbólgu eins og aðrar stærri og framsýnar rannsóknir hafa gert. Þörf er á frekari rannsóknum til að útskýra mögulegt hlutverk líkamsþyngdarstuðuls sem áhættuþátts.

Samþykkt: 
  • 17.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
johannes_aron_andresson_ritgerd.pdf619,84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.png12,98 MBLokaðurYfirlýsingPNG