is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33105

Titill: 
 • Mat á áhrifum stökkbreytingar í SCN5A í tengslum við Brugada heilkenni á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur:
  Brugada heilkenni er ættgengur sjúkdómur sem veldur truflun á raflífeðlisfræðilegri starfsemi hjartans og eykur áhættu á skyndidauða. Algengasta orsök sjúkdómsins eru stökkbreytingar í SCN5A geninu. Arfberar stökkbreytinga sem valda Brugada heilkenni eru oft einkennalausir og algengt er að fyrsta einkenni þeirra sé hjartastopp. Á Íslandi hafa örfáir verið grunaðir um að hafa sjúkdóminn en ekkert tilfelli verið staðfest með erfðarannsókn. Markmið þessar rannsóknar var að kanna hvort sjaldgæf íslensk stökkbreyting í SCN5A veldur Brugada heilkenni á Íslandi.
  Efni og Aðferðir:
  Rannsóknarþýðið samanstóð af Íslendingum sem hafa gefið lífsýni til Íslenskrar erfðagreiningar til erfðarannsókna. Við notuðum Íslendingabók til að rekja skyldleika þeirra einstaklinga sem höfðu stökkbreytingu í SCN5A geninu. Með upplýsingum úr 434.000 hjartalínuritum frá LSH gátum við skoðað fylgni stökkbreytingarinnar við hjartalínuritsbreytur. Upplýsingar um útskriftargreiningar hjartasjúkdóma frá LSH voru notaðar til að skoða fylgni stökkbreytingarinnar við hjartasjúkdóma. Til að meta hvort stökkbreytingin valdi Brugada heilkenni var svipgerðarupplýsingum úr sjúkraskrám safnað fyrir arfbera stökkbreytingarinnar. 28 fjölskyldumeðlimir arfbera, sem ekki höfðu stökkbreytinguna, voru notaðir sem viðmið.
  Niðurstöður:
  Við fundum 34 einstaklinga sem höfðu stökkbreytinguna c.3838-3 C>G í SCN5A geninu. Tíðni samsætunnar er 0,009% og því ætti stökkbreytingin að finnast hjá einum af hverjum 5.555 Íslendingum. Stökkbreytingin hefur fylgni (P < 2,5 x10-6) við lengd P bylgju, PR bils og S bylgju. Meðallengd PR bils og QRS bils var 30,0 ms (P = 4.8 x 10-6) og 18,3 ms (P = 3.5 x 10-4) lengra hjá arfberum stökkbreytingarinnar en hjá einstaklingum án stökkbreytingarinnar. Stökkbreytingin hefur einnig fylgni við skyndidauða (P = 0,027). Upplýsingar úr sjúkraskrám leiddu í ljós að fjórir af 34 arfberum (11,8%) höfðu látist skyndidauða samanborið við einn af 28 í viðmiðunarhóp (3,6%). Hjartalínurit voru aðgengileg fyrir 26 arfbera og 18 viðmið. Brugada mynstur af gerð 1 sást í hvorugum hópnum. Tveir arfberar (7,7%) höfðu Brugada mynstur af gerð 2 samanborið við engan í viðmiðunarhópnum.
  Ályktanir:
  Í þessari rannsókn sýndum við að sjaldgæf íslensk stökkbreyting í SCN5A hefur áhrif á rafleiðni í hjartavef og veldur lengingu á bæði PR bili og QRS bili. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stökkbreytingin valdi líklega Brugada heilkenni, en frekari rannsóknir þarf til staðfesta þau tengsl.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
danielhrafnmagnusson_ritgerd.pdf1.61 MBLokaður til...01.06.2020HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf136.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF