Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33106
Inngangur: Mæling á blóðhag er gerð til undirbúnings nær allra stærri skurðaðgerða og við mat á sjúkdómsgangi kjölfar aðgerða. Um langt skeið hefur verið notast við sjálfvirka mælingu á blóðhag sem m.a. gefur upplýsingar um eiginleika rauðra blóðkorna sem fæst með flæðismælingum (e. flow cytometry, þar á meðal meðalstærð þeirra (mean corpuscular volume , MCV) og stærðardreifni (red cell distribution width, RDW). Ýmislegt bendir til að þessar mælistærðir megi nýta til að meta bráð- og langvinn bólguviðbrögð í líkamanum, og hefur aukið RDW verið tengd við hærri dánartíðni í almennu þýði eldri einstaklinga sem og sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein. Þá tengist hækkað RDW einnig lakari skammtíma og langtíma lifun gjörgæslusjúklinga. Hér voru tengsl milli RDW og bráðra og langvinnra fylgikvilla eftir skurðaðgerðir á Íslandi könnuð.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn þýðisrannsókn sem náði til allra skurðaðgerða, að undanskildum opnum hjartaskurðaðgerðum, sem fóru fram á Landspítalanum á árunum 2005-2015 hjá einstaklingum 18 ára og eldri. Unnið var með gagnagrunn sem unninn var með samkeyrslu 7 gagnagrunna sem tóku til 998 skráningarbreyta aðgerðasjúklinga. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 42,170 aðgerðum sem framkvæmdar á Landspítalanum á umræddu tímabili. RDW gildum var skipt upp í fimmtunga og var faraldsfræði hópanna borin saman. Þá voru bráðir og langvinnir fylgikvillar bornir samana milli einstaklinga úr öllum hópunum og viðmiðunareinstaklinga úr hópnum með lægsta RDW eftir pörun með áhættuskori (propensity score matching), sér í lagi tilkoma bráðs nýrnaskaða, framvinda langvinns nýrnasjúkdóms og skamm-og langtíma lifun
Niðurstöður: Einstaklingar með hærra RDW voru eldri og höfðu hærri sjúkdómsbyrði, þar á meðal hærri tíðni hjartasjúkdóma, krabbameins, langvinnrar lungnateppu og nýrna- og lifrarsjúkdóma. Samanborið við viðmiðunareinstaklinga voru einstaklingar með úr hæsta fimmtungi í meiri hættu á bráðum nýrnaskaða (10% á móti 7%, p=0,02) og hraðari framrás langvinns nýrnasjúkdóms (HR = 1,83: 95% CI:1,40 – 2,39). Einnig var eins árs lifun verri hjá einstaklingum í næsthæsta (12% á móti 9%, p=0,001) og hæsta fimmtungi (18% á móti 9%, p<0,001). Sömuleiðis var langtíma dánartíðni hærri í hjá næsthæsta (HR 1,33, 95% CI 1,14-1,54) og hæsta fimmtungi (HR 1,76, 95% CI 1,49-2,09), samanborið við viðmiðunareinstaklinga úr lægsta fimmtungnum.
Ályktanir: Hækkun á gildi RDW tengist marktækt verri skamm-og langtíma horfum sjúklinga eftir skurðaðgerðir á Íslandi, þó leiðrétt sé fyrir öðrum þáttum sem aðskilur hópana. Mögulegar skýringar á tengslunum eru langvinnt bólgusvar sem tengist verri horfum en gæti jafnframt aukið RDW vegna seinkaðs niðurbrots rauðra blóðkorna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HalldórBjarkiÓlafsson_BSritgerð.pdf | 5,71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
halldór yfirlýsing.pdf | 149,53 kB | Lokaður |