is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33108

Titill: 
 • Eitilfrumuæxli á Íslandi 1990-2015. Meina- og faraldsfræðileg rannsókn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Nýgengi eitilfrumuæxla (non-Hodgkin lymphoma, NHL) hefur vaxið mjög síðan um miðja 20. öldina og kunna læknavísindin ekki við því nein einhlít svör. Niðurstöður úr meina- og faraldsfræðilegri rannsókn á þessum æxlum gætu nýst til að skoða þessa aukningu í kjölinn. Jafn-ítarlegum upplýsingum um æxlisflokkinn hefur ekki verið safnað á Íslandi síðan á 9. áratugnum. Síðan þá hefur flokkun alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) rutt sér til rúms í heimi eitilfrumuæxlanna. Því þótti tími til kominn að líta yfir stöðu mála frá sjónarhorni meina- og faraldsfræði.
  Efniviður og aðferðir: Gagnasöfnunin byggði á lista yfir allar greiningar meinafræðideildar Landspítala á NHL 1990-2015. Hjá Krabbameinsskrá fékkst sambærilegur listi til hliðsjónar. Hjá meinafræðideild Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Vefjarannsóknarstofunni voru fengnar upplýsingar til grundvallar verkefninu, nefnilega sjúkdómsgreiningar og smásjárlýsingar meinafræðinga. Aukinheldur var eftir þörfum stuðst við upplýsingar úr sjúkraskrám.
  Þær breytur sem voru skoðaðar og notaðar til úrvinnslu voru: (1) kyn, (2) dagsetning greiningar, (3) aldur, (4) svipgerð æxlisfruma, (5) tegund æxlis, (6) ummyndun (já/nei), (7) staðsetning. Nýgengi var miðað við fimm ára tímabil og við útreikninga var stuðst við mannfjöldatölur Hagstofu Íslands og mannfjöldastaðal WHO.
  Niðurstöður: Á árunum 1991-2015 greindust 843 NHL á Íslandi. 487 æxli greindust í körlum og 356 í konum (kynjahlutfall 1,37:1). Meðalaldur við greiningu hækkaði um 3,7 ár frá fyrsta tímabili til þess síðasta. Frá fyrsta tímabilinu til þess síðasta jókst aldursstaðlað nýgengi úr 7,1 í 9,2 á hver 100.000. Nýgengi karla jókst milli fyrsta og annars tímabilsins en nýgengi kvenna jókst milli allra tímabila. 86,5% æxla hafði B-svipgerð en 12,3% T-svipgerð. Diffuse large B-cell lymphoma var algengasta greiningin (38,9%) og þar á eftir follicular lymphoma (24,6%) en aðrar tegundir voru mun sjaldgæfari. Hálseitlar voru algengasta staðsetning greindra sýna, þar á eftir komu meltingarvegur, eitlar úr nára, eitlar úr holhönd og húð. 53% æxla voru greind í eitlum og 46% utan eitla.
  Ályktun: Meðalaldur við greiningu jókst nokkuð á seinni hluta tímabilsins sem skýrist sennilega af breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Greinileg breyting varð á kynjahlutfalli á tímabilinu og var hún í átt til meira jafnvægis. Aukning á nýgengi NHL stöðvaðist ekki á tímabilinu en þar kom helst til samfelld nýgengiaukning hjá konum. Mögulega skýrist hún að einhverju leyti af aukningu nýgengis lággráðu-æxla umfram hágráðu-æxli. Nýgengi follicular lymphoma jókst meira en diffuse large B-cell lymphoma og er stór hluti ástæðunnar líklega fleiri tilfallandi greininga vegna aukinna myndrannsókna á síðari hluta tímabilsins. Hlutfall diffuse large B-cell lymphoma af greindum æxlum minnkað frá því sem áður þekktist en er enn nokkuð hátt í samanburði við Vesturlönd. Hlutföll ummyndaðra æxla og svipgerða voru lík því sem þekkist á Vesturlöndum. Hlutfall æxla greindra í eitlum / utan eitla tók ekki breytingum á tímabilinu.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bjarniludviksson_ritgerd.pdf993.44 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Skemmupappírsskömm.pdf297.58 kBLokaðurPDF