Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33109
Bakgrunnur: Teppusjúkdómar í lungum eru alvarlegt heilsufarsvandamál og draga mjög úr lífsgæðum og athafnaþreki sjúklinga, sérstaklega á seinni stigum sjúkdómsins. Lyfjameðferð ein og sér dugar ekki til að halda aftur af einkennum eins og mæði og því hefur mikilvægi endurhæfingar komið í ljós á síðustu árum og áratugum. Leikur á blásturshljóðfæri og söngur felur í sér mörg af þeim atriðum sem hefðbundin lungnaendurhæfing og blásturstækni fyrir sjúklinga með teppusjúkdóma í lungum byggir, þáttum eins og öndunarstjórnun, þindaröndun og mótstöðuöndun.
Tilgangur: Að skoða nýlegar rannsóknir á áhrifum tónlistarmeðferðar sem felur í sér blástur með mótstöðu- og þindaröndun hjá fólki með teppusjúkdóma í lungum. Þannig var ætlunin að meta hvort tónlistarmeðferð sé gagnleg viðbótarmeðferð fyrir einstaklinga með teppusjúkdóma í lungum út frá núverandi fræðilegri þekkingu.
Aðferð: Gerð var kerfisbundin leit í gagnabankanum PubMed þar sem leitað var eftir megindlegum rannsóknargreinum á ensku sem komu út árin 2009-2019. Skoðaðar voru rannsóknir sem fjölluðu um áhrif hljóðfæraleiks og söngs á einkenni teppusjúkdóma í lungum. Við greiningu heimilda var notast við PRISMA flæðirit.
Niðurstöður: Samtals sex rannsóknargreinar stóðust inntökuskilyrðin. Niðurstöður voru flokkaðar niður eftir því hvort blásturshljóðfæri eða söngur voru notuð í rannsókninni. Þar sem þátttakendur voru í virkri lungnaendurhæfingu virtist tónlistarmeðferðin ekki bæta marktækt áhrifum á mælibreytur ofan á áhrif endurhæfingarinnar. Þegar þáttakendur voru ekki í skipulögðu lungnaendurhæfingarprógrammi á rannsóknartímanum virtist mælanlegur árangur meiri. Rannsóknirnar virtust líka benda til jákvæðra áhrifa á kvíða og heilsutengd lífsgæði. Margir þáttakendur létu í ljós ánægju sína með meðferðina og sögðu hana skemmtilega.
Ályktun: Þar sem ekki virðist um samlegðaráhrif að ræða við virka lungnaendurhæfingu gæti hugsast að meðferðin nýtist frekar í framhaldi af lungaendurhæfingu. Því gæti hún sérstaklega átt erindi við sjúklinga sem þurfa sérstaka áhugahvatningu til að halda áfram blástursæfingum eftir að formlegri lungnaendurhæfingu lýkur og þeim sem þjást af kvíða og félagslegri einangrun. Tónlistarmeðferð með blæstri er því meðferð sem kynna mætti fyrir hjúkrunarfræðingum sem koma að endurhæfingu lungnasjúklinga.
Lykilorð: Tónlistarmeðferð, blásturshljóðfæri, söngur, munnhörpumeðferð, þindaröndun, mótstöðuöndun
Background: Obstructive lung diseases are a serious health concern and are detrimental for patient quality of life and endurance, especially at more advanced stages. Medical treatment alone is insufficient to hold back symptoms and has the vast importance of pulmonary rehabilitation (PR) become apparent in the last couple of decades. Playing wind instruments and singing involves many of the same principles as techniques used in PR and in respiratory disease management. It involves respiratory control, diaphragmic breathing and resistance to exhalation similar to pursed lip breathing.
Purpose: To examine research done in the last decade on the effects of music therapy using wind instruments and/or singing in obstructive pulmonary diseases. To evaluate the usefulness of music therapy in management of obstructive pulmonary diseases according to current medical knowledge.
Method: A systematic search was conducted in the PubMed database to find quantitative original research papers in English that were published in the years 2009-2019. Papers involving looking at the effects of wind instruments and singing on the symptoms and consequences of obstructive pulmonary diseases. PRISMA flow chart was used in evaluating the research papers.
Results: A total of six papers fulfilled the entry conditions of this systematic review. Results were categorized by whether the research used singing or wind instruments. Additional effect of music therapy where participants were currently enrolled in PR seemed non existent or limited compared to when participants were not currently involved in such a program. Evidence points to there being a positive effect on anxiety and health-based quality of life. When asked, participants were generally happy with the music therapy programs offered and found enjoyment in them.
Conclusion: As additive effect of music therapy and pulmonary rehabilitation seems limited it could be that the usefulness of music therapy would be greater after the conclusion of such a program to maintain its success. It could be particularly useful for patients that find it difficult to maintain interest in following a breathing exercise plan long term and those that suffer from or are at particular risk of anxiety and social isolation. Music therapy with wind instruments or singing is therefore a therapy that maybe should be brought to the attention of nurses involved in the out-patient care and rehabilitation of patients with obstructive respiratory diseases.
Keywords: Music therapy, wind instruments, singing, harmonica therapy, diaphragmic breathing, pursed lip breathing
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Munnhorpumedferd_og_adrar_tonlistarmedferdir_i_teppusjukdomum.pdf | 563.82 kB | Lokaður til...15.05.2029 | Heildartexti | ||
skemma_yfirlysing_undirritud.pdf | 157.83 kB | Lokaður | Yfirlýsing |