is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33115

Titill: 
 • Trópónín T hækkun eftir skurðaðgerðir á Íslandi 2005-2015: Faraldsfræði, skamm- og langtímalifun sjúklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Árlega fara um 300 milljón manns á heimsvísu í skurðaðgerðir að hjartaaðgerðum frátöldum. Meðalaldur þessa hóps fer stöðugt hækkandi og sjúkdómsbyrði sjúklinganna þar með. Áætlað hefur verið að blóðþurrðarskemmdir á hjartavöðvavef (e. myocardial ischemia), sem greind eru með hækkun á hjartaensíminu trópónín í blóði, eigi sér stað hjá 5-25% sjúklinga sem fara í slíkar aðgerðir. Einnig hefur verið sýnt fram á að meirihluti sjúklinga sem fá skemmdir á hjartavöðva eftir aðgerð eru einkennalausir, mögulega vegna svæfingar, deyfingar eða verkjastillandi meðferðar. Algengi og faraldsfræði blóðþurrðar á hjarta í kjölfar skurðaðgerða er ekki þekkt á Íslandi. Markmið þessa verkefnis var að kanna faraldsfræði trópónín-hækkunar á Íslandi og tengsl við skamm- og langtímaútkomur.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk þýðisrannsókn (e. retrospective cohort study) og náði til allra skurðaðgerða, að frátöldum opnum hjartaskurðaðgerðum, er fram fóru á Landspítala á árunum 2005-2015. Stuðst var við gagnagrunn sem tók saman upplýsingar úr helstu gagnagrunnum Landspítalans og Landlæknis. Í gagnagrunninum voru upplýsingar um 42,170 aðgerðir með 998 skráningarbreytum. Sjúklingar sem fengu mælingu á trópóníni innan 30 daga frá aðgerð var skipt í fjóra fjórðunga eftir hæsta gildi trópóníns (0-14, 15-29, 30-99 og yfir 100ng/L), og hóparnir bornir saman innbyrðis. Jafnframt voru hóparnir bornir saman við þann hóp sem ekki fékk mælt trópónín. Gerður var samanburður á faraldsfræði hópanna fyrir aðgerð og á fylgikvillum og útkomum skurðaðgerðar. Þá var samanburður gerður á tíðni trópónín hækkana á milli mismunandi aðgerðategunda. Loks var lifun eintaklinga með trópónínhækkun borin saman við viðmiðunareinstaklinga fundna með áhættuskorspörun og skamm- og langtímalifun lýst með Kaplan-Meier gröfum og Cox aðhvarfsgreiningu.
  Niðurstöður: Alls fengu 2,225 sjúklingar mælt trópónín innan 30 daga eftir skurðaðgerð (5,3%). Hjá tæplega helming sjúklinga mældist hæsta gildi trópóníns á fyrstu tveimur dögum eftir skurðaðgerð. Einstaklingar með trópónín hækkun voru eldri og höfðu hærri tíðni áhættuþátta kransæðasjúkdóms á borð við sykursýki, háþrýsting og hjartabilun. Af aðgerðarflokkum reyndist algengast að sjúklingar fengu mæld trópónín eftir inngripsmiklar brjósthols-, kviðarhols- og æðaskurðaðgerðir (25.2%, 14.3% og 9.1%.) Ekki tókst að sýna fram á hækkaða 30 daga eða 5 ára dánartíðni í fyrstu tveimur fjórðungunum samanborið við paraða viðmiðunareinstaklinga. Hins vegar var 30 daga dánartíðni hærri í þriðja (15% á móti 3%, p>0,001) og fjórða (20% á móti 3%, p>0,001) fjórðungi, samanborið við paraða viðmiðunareinstaklinga. Sömuleiðis var langtíma dánartíðni hærri í bæði þriðja (HR = 1.98: 95%CI: 1,51-2,58) og fjórða (HR = 2.82: 95%CI: 2,16-3,79) fjórðungi.
  Ályktanir:Tíðni blóðþurrðaskemmda á hjarta er breytileg eftir sjúklingahópum sem og á milli aðgerða. Mögulega er gagnlegt að mæla trópónín eftir allar aðgerðir í brjóstholi. Trópónínhækkun í blóði yfir 29 ng/L hefur forspárgildi fyrir verri horfur sjúklinga til skemmri og lengri tíma, jafnvel þó tekið sé tillit til aðgerðategunda og fyrra heilsufars sjúklinga.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gissur Atli - BS ritgerð.pdf3.84 MBLokaður til...21.09.2022HeildartextiPDF
gissur yfirlýsing.pdf138.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF