is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33117

Titill: 
  • Þróun ávísana á ópíóíðaverkjalyf árin 2008-2017: Þversniðsrannsókn á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Undanfarna áratugi hefur verið mikil aukning ávísana á ópíóíðaverkjalyf á Vesturlöndum. Aukinni notkun fylgir áhætta á fíkn í ópíóíða, aukaverkunum og andlátum tengdum ópíóíðum. Aukning ávísana á ópíóíða hefur verið rakin meðal annars til breyttra viðhorfa gagnvart verkjameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að verkir eru meðal algengustu ástæðna þess að fólk leitar til lækna og langvinnir verkir eru algengir. Samanborið við önnur norræn lönd eru ávísanir á ópíóíða mun algengari á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þróun ávísana á ópíóíða í heilsugæslunni fyrir alla aldurshópa á tímabilinu 2008–2017.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin náði til allra ávísana á ópíóíða hjá öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2008–2017. Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu var á þessu tímabili um 201 til 222 þúsund. Gögn voru fengin úr Sögukerfi heilsugæslunnar og rúmlega 68.000 einstaklingar höfðu fengið ávísun á ópíóíðaverkjalyf á rannsóknartímabilinu. Rannsóknin var gerð með leyfi Vísindasiðanefndar (VSN-18-007) og Vísindanefndar HH/HÍ. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir við rannsóknina.
    Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu varð 17,2% (p<0,0001) aukning á SSS/1000 íbúa/dag á ópíóíðum. Um þriðjungur þeirra sem fengu ávísun voru karlar og var hlutfallið óbreytt milli ára. Ef litið er til aldurshópa þá varð hlutfallslega mest aukning í fjölda ávísana í aldurshópnum 90 ára og eldri eða 57,5% (p<0,0001) aukning á rannsóknartímabilinu. Hlutfallslega varð mest fjölgun einstaklinga sem fengu ópíóíða í aldursflokknum 30–39 eða um 25,5% (p<0,0001). Ávísunum fjölgaði í öllum lyfjaflokkum mælt í SSS/1000 íbúa/á dag, um 15,3% (p<0,0001) á parkódín, 20,7% (p<0,0001) á parkódín forte, 4,7% (p<0,0001) á tramadól og 85,6% (p<0,0001) á mjög sterka ópíóíða. Hlutföll SSS/1000 íbúa/dag hélst nokkurn veginn óbreytt á rannsóknartímabilinu fyrir parkódín, parkódín forte og tramadól en mikil hlutfallsleg aukning varð á mjög sterkum ópíóíðum.
    Ályktanir: Sú þróun sem varð á lyfjaávísunum á allar tegundir ópíóíðaverkjalyfja til skjólstæðinga heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008–2017, mest á mjög sterk ópíóíðaverkjalyf, kallar á úttekt á verkjameðferð innan heilsugæslunnar og gæðaþróun á því sviði. Einnig þarf að kanna hvort breyting hafi orðið á algengi sjúkdómsgreininga svo sem krabbameina og slitgigtar á rannsóknartímabilinu.

Samþykkt: 
  • 20.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigriduroladottir_ritgerd.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf559.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF