is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33119

Titill: 
 • Ferlar að baki BLIMP1 miðlaðrar lifunar í Waldenströmæxlum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Waldenström macroglobulinemia (WM) er sjaldgæft og ólæknandi eitilfrumukrabbamein af non-Hodgkins gerð. Helsta birtingarmynd sjúkdómsins er hækkun á einstofna IgM í blóði og íferð eitil- og plasmafrumulíkra frumna í beinmerg. BLIMP1 er umritunarþáttur sem gegnir mikilvægu hlutverki í plasmafrumuþroska. BLIMP1 miðlar lifun plasmafrumna en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikilvægi umritunarþáttarins í lifun mergæxlisfrumna. Waldenström macroglobulinemia svipar að mörgu leyti til mergæxla. Niðurstöður rannsóknarhóps Ernu Magnúsdóttur benda til þess að BLIMP1 eigi einnig þátt í að miðla lifun Waldenströmfrumna. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa frekara ljósi á mögulegt hlutverk BLIMP1 í lifun Waldenströmfrumna.
  Efniviður og aðferðir: Unnið var með Waldenström macroglobulinemia frumulínuna RPCI-WM1 sem búið var að erfðabreyta með tveimur gerðum af doxycycline ræsanlegu microRNA. Önnur gerðin skráði fyrir microRNA sem tengdist BLIMP1 umriti og sló það þannig niður en síðan voru frumur með microRNA sem gat ekki bundist BLIMP1 umriti notaðar sem viðmið. Áhrif BLIMP1 niðursláttar á RPCI-WM1 frumurnar voru skoðuð. Gerðar voru mótefnalitanir þar sem litað var fyrir apoptósuvísinum cleaved caspase-3 og próteininu cyclinB1 sem er tjáð í mítósu. Einnig var skoðað hvort PFT-α (p53 hindri) og koffín (ATM/ATR hindri) gætu bjargað frumunum frá apoptósu. Frumurnar voru meðhöndlaðar með stigvaxandi styrk etoposide sem veldur DNA-skemmdum og athugað var hvort 10µM PFT-α eða 1mM koffín gætu bjargað frumunum. Resazurin lifunarmælingu var beitt til að skoða lifun frumnanna eftir 48 tíma meðhöndlun. Allar tilraunir voru endurteknar þrisvar sinnum.
  Niðurstöður: Fleiri RPCI-WM1 frumur með BLIMP1 niðurslátt sýndu merki um cleaved caspase-3 en frumur með BLIMP1. CyclinB1 tjáning RPCI-WM1 frumna með BLIMP1 niðurslátt var lítillega aukin samanborið við viðmið. Hvorki PFT-α né koffíni tókst að koma í veg fyrir apoptósu af völdum etoposide meðhöndlunar. Báðir hindrarnir höfðu eitrandi áhrif á frumurnar.
  Ályktanir: Aukinn fjöldi RPCI-WM1 frumna sem sýndi merki um cleaved caspase-3 í kjölfar BLIMP1 niðursláttar bendir til að BLIMP1 niðurslátturinn hafi haft í för með sér aukna apoptósu sem gæti ýtt undir mikilvægi BLIMP1 í að miðla lifun frumnanna. Aukin tjáning cyclinB1 í kjölfar BLIMP1 niðursláttar gæti bent til þess að frumurnar komist í gegnum G2/M eftirlitsstöðina og geti hafið mítósu. Vanvirkni PFT-α er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna en hins vegar mætti prófa fleiri styrkleika af bæði PFT-α og koffíni og skoða hver áhrifin verða.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudrunKarlsdottir_BSritgerd.pdf2.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf251.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF