is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33122

Titill: 
 • Skuldaraskipti : hvenær hefur kröfuhafi samþykkt skuldskeytingu?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar snýr að mestu leyti að skuldaraskiptum. Markmið ritgerðarinnar er þríþætt. Í fyrsta lagi greina hvað dómstólar telja gilda sem samþykki kröfuhafa fyrir skuldskeytingu. Í öðru lagi gera greinagóða umfjöllun um aðilaskipti með hliðsjón af stöðu skuldara. Að lokum draga fram álitaefni sem m.a. fylgja því að ekki sé við heildstæðar reglur eða lagaákvæði að styðjast. Ritgerðin ber nafnið ,,Skuldaraskipti – hvenær hefur kröfuhafi samþykkt skuldskeytingu?“. Viðfangsefnið var aðallega nálgast út frá skrifum fræðimanna á sviði kröfuréttar sem og dómaframkvæmd Hæstaréttar. Þrátt fyrir að meginreglur kröfuréttar séu að mestu ólögfestar er mikið um lögfestar undanþágur frá þeim. Er því stuðst að miklu leyti við lagasafn Alþings.
  Eftir inngangsorð ritgerðarinnar er gert grein fyrir kröfurétti og stöðu hans innan fjármunaréttar. Að auki er gert grein fyrir hvað kröfuréttindi eru og skilyrðin sem þau þurfa að uppfylla til að teljast skuldbindandi. Næsti kafli fer í almenna umfjöllun um aðilaskipti. Er fyrst fjallað almennt um aðilaskipti að eignarréttindum og þar næst kröfuhafaskipti. Í lok kaflans er fjallað um stöðu skuldara við kröfuhafaskipti með áherslu á þegar skuldari greiðir upphaflegum kröfuhafa. Síðasti kafli ritgerðarinnar fer í meginviðfangsefnið. Tvær mismunandi birtingarmyndir skuldskeytingar eru skoðaðar. Annars vegar þegar kröfuhafi veitir fyrirfram samþykki fyrir skuldskeytingu og hins vegar eftir á samþykki. Í dómaframkvæmd hefur það verið staðfest að kröfuhafi geti gefið beint eða óbeint samþykki fyrir skuldskeytingu. Beina samþykkið getur annað hvort verið munnlegt eða skriflegt. Óbeint samþykki byggist á hinn bóginn á heildarmati á atvikum. Það liggur hins vegar engin skýr lína um hvað telst óbeint samþykki og hvað ekki. Verður að meta atvik í hverju máli fyrir sig. Þar sem meginreglan um skuldaraskipti grundvallast á verndarhagsmunum kröfuhafa verður að túlka undanþágur frá meginreglunni þröngt og meiri líkur á að vafaatriði séu túlkuð kröfuhafa í hag.

 • Útdráttur er á ensku

  The main topic of the thesis is substitution of debtors. Aim of the thesis is divided into three parts. Firstly, analyse what the judicature of Iceland has considered being equivalent to an acceptance from a creditor for a novation. Secondly, conclude a clear coverage of substitution of parties, with emphasis on the debtor. Finally present issues that follow having neither comprehensive rules nor legislation in the area of law of obligations. The name of the thesis is “Substitution of debtors – when has creditor accepted novation?”. The subject was mainly approached from writings of scholars and case law. Even though most principles in the field of law of obligations are non-statutory, many exemptions are legalised. Therefore many of Althingi‘s body of laws are applied.
  The first chapter is introductory. Second chapter provides general coverage of law of obligation and the subject of claim is defined. Third chapter provides a brief overview of substitution of parties. The transfer of ownership rights is covered first, and then the subtitution of creditors, with regard to the position of the debtor. The final chapter provides a detailed overview of the main topic. Two different ways of novations are examined. On the one hand when a creditor provides an pre approval for a novation, and on the other hand when a creditor provides an approval after a contract is established. A creditor can both give a direct and an indirect approval for novation. The indirect approval is predicated on an overall assessment of circumstances. There is no clear line of what is considered to be an indirect approval. Circumstances need to be assessed in each case. The substitution of debtor principle is based on the protection of interests of the creditor, therefore all exemptions from the principle must be interpreted narrowly.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Skuldaraskipti_Final.pdf700.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna