is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33125

Titill: 
 • Samkeppnisréttarleg álitamál tengd sameiginlegu eignarhaldi lífeyrissjóða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er á sviði samkeppnisréttar og fjallar um sameiginlegt eignarhald og samkeppnisréttarleg álitamál tengd því. Í því sambandi er sameiginlegt eignarhald lífeyrissjóða sérstaklega skoðað. Fjárfestingar lífeyrissjóða í íslensku atvinnulífi hafa aukist síðustu ár og má það meðal annars rekja til efnahagshrunsins árið 2008. Fyrir hrunið voru lífeyrissjóðir frekar litlir hluthafar í sínum fjárfestingum en í dag eru þeir meðal stærstu hluthafa skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands. Vegna smæðar íslenska markaðarins er það algengt að lífeyrissjóðir eigi eignharhlut í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Eignarhald af þessum toga hefur verið nefnt sameiginlegt eignarhald. Slíkt eignarhald getur leitt til röskunar á samkeppni og hefur því verið mikið til skoðunar hér á landi og erlendis í samkeppnislegu tilliti.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða þau samkeppnisréttarlegu álitamál sem leitt geta af sameiginlegu eignarhaldi og varpa ljósi á þá umfjöllun sem átt hefur sér stað hér á landi sem og erlendis um sameiginlegt eignarhald. Sérstök áhersla er lögð á að skoða þau álitamál sem leiða af sameiginlegu eignarhaldi lífeyrissjóða. Viðeigandi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins verða reifaðar og greint verður frá því hvernig eftirlitið hefur metið þau samkeppnislegu vandkvæði sem sameiginlegt eignarhald lífeyrissjóða getur leitt af sér. Samkeppniseftirlitið hefur beitt íhlutun á grundvelli 17. gr. smkl. í öllum sínum ákvörðunum vegna sameiginlegs eignarhalds. Í þessari ritgerð verða aðrar íhlutunarheimildir Samkeppniseftirlitsins skoðaðar, þ.a.m. 10. gr. smkl. og c-liður 16. gr. smkl.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að mikilvægt sé að samkeppniseftirlitið haldi áfram að fylgjast með sívaxandi sameiginlegu eignarhaldi lífeyrissjóða. Einnig eru færð rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið geti einnig beitt íhlutun vegna sameiginlegs eignarhalds lífeyrissjóða á grundvelli 10. gr. og c-lið 16. gr. smkl., sbr. ákvarðanir eftirlitsins í málum nr. 8/2019 og 9/2019.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is in the area of competition law. It discusses common ownership of pension funds in Iceland and issues regarding antitrust law. Icelandic pension funds have been steadily expanding in recent years and that growth partially be traced to the economic crisis in 2008. Currently, pension funds are among the largest shareholders of all listed companies in the Icelandic stock market, but previously pension funds used to be only small shareholders in their investments. Due to the small size of the markets in Iceland, it has increased in frequency that the Icelandic pension funds have a shareholding in more than one company in the same market (i.e. shareholding in companies in competitive business) Ownership of this kind is called Common ownership, and has been researched substantially in Iceland, as well as in other countries. Recent research purports to show that common ownership by institutional investors can harms competition and can reduce firms incentives to compete.
  The aim of this thesis is to review the anti competitive affects that can occure from common ownership by pension funds. Also to shed light on the discussion that has taken place on common ownership of pension funds in Iceland and in other countries. Furthermore, some of the decisions of the antitrust authorities in Iceland will be covered, and an attempt will be made to conclude how the authority has assessed the harm common ownership can have on competition. Icelandic competition authority has applied section 17 of the Icelandic antitrust law in all cases regarding common ownership, this article regards mergers but in this thesis we will also discuss other sections of the Icelandic antitrust law, for example section 10 and subsection C of the 1st subparagraph of section 16. In conclusion it is important that the antitrust authorities continue to monitor the development of common ownership of pension funds in Iceland. Also it is possible that the competition authorities can also apply section 10 and section 16 in cases regarding common ownership, cf. case number 8/2019 and number 9/2019. In addition the authorities stated that they are going to continue to monitor the development of common ownership of pension funds in Iceland.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð.pdf514.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna