Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33127
Skipun dómara á Íslandi síðastliðna tvo áratugi hefur valdið deilum, átökum og tortryggni í samfélaginu langt umfram það sem góðu hófi gegnir. Af þeirri ástæðu ber ritgerðin heitið: ,,Skipun dómara á Íslandi – Ófremdarástand“. Rót þessara átaka má rekja til tveggja gildra sjónarmiða. Annars vegar, það sem ég tel vera lykilatriði í lýðræðislegu stjórnkerfi, að þeir sem taki ákvarðanir um málefni sem varða hag almennings verði með einhverjum hætti að sækja umboð til þjóðarinnar. Það er í samræmi við 14. gr. stjórnarskrár, sem kveður á um að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Hins vegar eru flestir sammála um að óæskilegt væri ef ákvörðun um hvern skyldi skipa væri undir ráðherra einum komin, því þá væri hætt við því að einhvers konar tengsl handhafa veitingarvaldsins við umsækjendur hefðu ótilhlýðileg áhrif á ákvörðunina. Af ótta við slík áhrif hefur verið gengið of langt í að færa hið þýðingarmikla vald til að skipa dómara úr höndum þeirra sem sækja umboð til þjóðarinnar, til handa svokallaðrar hæfnisnefndar. Í ritgerðinni leitast ég við að taka saman þróun á löggjöf um skipun dómara, en einnig tek ég dæmi um einstaka skipanir og hvernig þær samrýmdust gildandi reglum. Í lok ritgerðar viðra ég svo hugmyndir að bættu fyrirkomulagi.
The appointment of judges in Iceland in the past two decades has caused conflicts, dissension and incredulity way beyond what could be considered suitable. For this reason my thesis bears the title: ,,The appointment of judges in Iceland – A sorry state of affairs“. The root of these conflicts lies within two valid, yet contrasting opinions. Firstly, what I consider to be a fundamental principle in a democratic state, that decisions of great importance regarding the citizens, should be taken by those who bear responsibility towards said citizens. Secondly, most people would agree that somehow it is necessary to limit political power regarding the appointment in an effort to prevent undue influence when it comes to the choice of an applicant. Due to a deep-rooted fear of such undue influence, we have gone too far in removing the power from the elected representatives, to an evaluation committee whose role is to evaluate the competence of applicants. This transfer of power is inconsistent with the 14th paragraph of the Icelandic constitution, where it is stated that ministers of government are responsible for all governmental acts. In this thesis I attempt to describe the legal development in regards to the appointment of judges. I also address certain appointments that have caused conflict and how they conform to legal rules at their time. Ultimately, I propose ideas that I believe could amend the sorry state of affairs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skipun dómara á Íslandi - Ófremdarástand - Páll Magnús Pálsson.pdf | 786,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |