Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33129
Ritgerð þessi ber heitið Gerendur kynferðisbrota: Refsiviðurlög, meðferð og úrræði. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hverjir það eru sem beita kynferðislegu ofbeldi, stöðu þeirra innan réttarvörslukerfisins, hvaða úrræði standa þeim til boða og viðhorf samfélagsins. Höfundur framkvæmdi eigindlega rannsókn til að fá innsýn í viðhorf aðila sem starfa í þessum málaflokki, sem allir búa yfir reynslu af meðferð kynferðisbrotamanna. Fyrst er farið yfir hugtakið kynferðisbrot og kannað hverjir það eru sem beita kynferðislegu ofbeldi. Fjallað er um ákvæði XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og skýrt frá refsimörkum einstakra lagaákvæða, en áhersla er lögð á nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum. Gerð er grein fyrir refsimati dómstóla og vísað til dómsúrlausna eftir því sem við á. Fjallað er um viðhorf samfélagsins, en óhætt þykir að halda því fram að neikvætt viðhorf ríki í íslensku samfélagi gagnvart gerendum kynferðisbrota. Því næst er fjallað um fullnustukerfið og þá meðferð og úrræði sem standa gerendum kynferðisbrota til boða. Gerendur kynferðisbrota er misleitur hópur, en algengast er að þeir séu karlmenn. Svo virðist sem endurkomutíðni þessa brotamanna sé lægri en í öðrum brotaflokkum. Dómstólar hafa sætt gagnrýni fyrir milda dóma í gegnum árin, en refsingar hafa í þessum málaflokki þyngst síðustu ár. Bæta þarf úrræði á afplánunartíma í þessum brotaflokki, einnig þarf að bæta meðferðarúrræði. Það er ljóst að fræðslu til almennings þarf að bæta, meðal annars til að draga úr fordómum. Þeir sem hlotið hafa dóm, fyrir kynferðisbrot gegn börnum, fá ekki að dvelja á áfangaheimili Verndar, en engin sambærileg úrræði standa þeim til boða. Viðmælendur höfunda eru sammála um að finna þurfi sambærilegt úrræði fyrir þennan flokk brotamanna, en aðlögun út í samfélagið er ekki síður mikilvæg fyrir þennan hóp.
This thesis is entitled Sex Offenders: Penalties, Treatments and Resources. The purpose of this thesis is to examine the individuals who perpetrate sexual violence, their position within the legal system, the treatment options available and societal attitudes. The author conducted a qualitative study to gain insight into the views of those involved with this issue, all of whom have experience in treating sex offenders. The thesis begins by defining the term ,,sexual offence“ and examining what kind of people perpetrate sexual violence. The provisions of Chapter XXII of the General Penal Code No. 19/1940 are discussed and the penalties available under specific statutory provisions are explained, with emphasis on rape and sexual offences against children. The factors used by the courts in determining sentences are discussed, with references to case law as applicable. The thesis examines societal attitudes, which in Iceland, it would be fair to say, have been negative towards perpetrators of sexual offences. The system for carrying out sentences will then be discussed, including treatment options and other resources for perpetrators of sexual offences. Sex offenders are a diverse group, although they are usually men. It appears that the recidivism rate is lower among these offenders than seen with other crime categories. While the courts have often been criticised for being lenient in their sentencing, sentences for these types of crimes have been getting harsher in recent years. The resources available to convicted offenders while they are serving their sentence need to be improved, and the same may be said about the treatment options. There is clearly a need to educate the public about this issue, including for the purpose of reducing prejudice. Offenders who are convicted of sexual offences against children are not allowed to stay at a halfway house and have no other similar support options. Those interviewed by the author agreed that a similar option for this category of offenders needs to be put in place, as the ability to re-integrate into society is just as important for this group of offenders as any other.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gerendur kynferðisbrota - Sigurbjörg Ósk.pdf | 470,67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |