is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33130

Titill: 
  • Meðábyrgð tjónþola : dómaframkvæmd með tilliti til 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður meðábyrgð tjónþola á sviði skaðabótaréttar tekin fyrir. Almenna reglan um meðábyrgð tjónþola er ólögfest og byggir á áralangri venju. Efni hennar kveður á um að tjónþoli skuli bera tjón sitt sjálfur í samræmi við þá ábyrgð sem hann ber á því. Hins vegar er víða í lögum að finna undantekningar frá almennu reglunni. Þar á meðal ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993 sem kveður á um heimild til að lækka eða fella niður skaðabætur vegna líkamstjóns starfsmanns, eða missis framfæranda, ef hann hefur af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt í að tjónsatburður varð.
    Meginefni ritgerðarinnar er í raun tvíþætt: Annars vegar að gera grein fyrir meðábyrgð tjónþola almennt. Fyrst verður gert grein fyrir bótagrundvellinum, helstu skaðabótareglum og hugtökum sem hafa þýðingu við mat á meðábyrgð. Hins vegar er meginefni ritgerðarinnar að skoða réttarframkvæmd Hæstaréttar með tilliti til 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993 sem er hlutlæg ábyrgðarregla. Með gildistöku ákvæðisins var gerð krafa um hærra saknæmisstig svo að starfsmanni, sem varð fyrir líkamstjóni í starfi, yrði gert að sæta meðábyrgð á tjóni sínu. Því verður lögð sérstök áhersla á hvað ráða megi af dómaframkvæmd Hæstaréttar fyrir og eftir gildistöku ákvæðisins.
    Helstu niðurstöður sýna það að með gildistöku ákvæðisins hafi réttarstaða starfsmanna, sem verða fyrir líkamstjóni í starfi vegna slyss sem þeir kunna að bera einhverja ábyrgð á sjálfir, styrkst til muna. Það sem virðist vega hvað þyngst í mati Hæstaréttar á meðábyrgð á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis, er hvort tjónþoli hafi notað tiltækan öryggisbúnað við starfið eða ekki. Þar að auki má ráða af dómaframkvæmd að Hæstiréttur virðist leggja mat á það hvort tjónþola hafi mátt vera hættan sem stafaði af verkinu ljós, með tilliti til aldurs, menntunar og starfsreynslu.

Samþykkt: 
  • 20.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka-Meðábyrgð tjónþola.pdf485.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna