is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33132

Titill: 
  • Flugmarkaður á Íslandi: Rekstrarumhverfi og rekstrarform íslenskra flugfélaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flugmarkaður einkennist af mikilli samkeppni og undanfarin ár hefur verið mikil samkeppni á flugmarkaði til og frá Íslandi, þar sem Ísland gegnir lykilhlutverki sem tengilflugvöllur milli Evrópu og Ameríku. Flugfélög keppast við að fá sem flesta viðskiptavini og gera núverandi viðskiptavini að viðskiptavinum framtíðarinnar. Flugfélög geta verið eins ólík og þau eru mörg, en flest vinna þau þó eftir einhverjum rekstrarformum sem áður hafa verið notuð og reynst arðbær.
    Í þessari ritgerð eru rekstrarform Icelandair og WOW air borin saman við skilgreiningar um hefðbundin flugfélög og lággjaldaflugfélög. Markmið ritgerðarinnar er að skoða rekstrarumhverfi flugfélaga og kanna hvort að skilgreining flugfélaganna tveggja á sínum rekstri samræmist skilgreiningum um hefðbundin flugfélög og lággjaldaflugfélög. Farið er yfir stöðu á íslenskum flugmarkaði, sem og framtíðarhorfur flugmarkaðar á Íslandi. Til að öðlast meiri dýpt á viðfangsefninu voru Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, og Daníel Snæbjörnsson þáverandi framkvæmdastjóri Network og planning hjá WOW air fengnir til að svara spurningum. Reynt var að fá svör hjá núverandi stjórnendum Icelandair án árangurs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
    Samkvæmt þeim skilgreiningum sem að höfundur vann eftir gefa niðurstöður verkefnisins til kynna að Icelandair starfar á mitt á milli rekstrarforms lággjaldaflugfélaga og hefðbundinna flugfélaga sem er í samræmi við þær skilgreiningar sem þeir gefa sjálfir upp. Þegar WOW air var sem stærst þá hafði það vikið frá mörgum þáttum sem einkenna lággjaldaflugfélög og var að mörgu leyti farið að haga sér eins og hefðbundið flugfélag eða eins og blanda af hefðbundu- og lággjaldaflugfélagi. Virkur markaður virðist vera til staðar fyrir lággjaldaflugfélag á Íslandi en hvort það verði raunin skal ósagt látið.

Samþykkt: 
  • 20.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33132


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flugmarkaður á Íslandi - Lokaskil.pdf1,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
leidrett_yfirlysing.PDF300,67 kBLokaðurYfirlýsingPDF