is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33133

Titill: 
 • Óheimilar myndbirtingar á samfélagsmiðlum : skilyrði og úrræði á grundvelli friðhelgi einkalífs og persónuverndar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Óheimilar myndbirtingar á samfélagsmiðlum
  Hröð þróun samfélagsmiðla hefur leitt til þess að ýmis álitamál hafa vaknað í tengslum við persónuvernd einstaklinga. Megintilgangur ritgerðarinnar er að útskýra réttarstöðu einstaklings sem er ósáttur við myndbirtingu ljósmyndar á samfélagsmiðli, af sjálfum sér, þar sem annar einstaklingur ber ábyrgð á myndbirtingunni. Umfjöllunin er aðskilin hvað varðar réttindi einstaklingsins til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, og réttindi hans til persónuverndar, sbr. lög nr. 90/2018. Í upphafi ritgerðarinnar er álitamálið heimfært á gildissvið réttindanna og í kjölfarið eru möguleg úrræði greind. Þá er einnig umfjöllun um fjölbreytt álitamál í tengslum við myndbirtingar af börnum á samfélagsmiðlum. Markmið ritgerðarinnar er að vekja lesanda til umhugsunar um vandamálið sem nútímasamfélagið stendur frammi fyrir, hvað varðar persónuvernd einstaklinga í síbreytilegu umhverfi samfélagsmiðla. Ritgerðin gerir tilraun til þess að svara ýmsum álitaefnum, en helstu niðurstöður hennar eru eftirfarandi. Myndbirtingar á samfélagsmiðlum falla undir gildissvið 1. mgr. 71. gr. stjskr. Sé einstaklingur ósáttur við myndbirtingu má telja að hann geti höfðað dómsmál og meðal annars krafist þess að ljósmynd sé eytt. Þá getur myndbirting á samfélagsmiðlum einnig fallið undir gildissvið persónuverndarlaga, þó með því skilyrði að einstaklingur sé persónugreinanlegur á ljósmyndinni. Telji einstaklingur myndbirtingu fela í sér óheimila vinnslu getur hann meðal annars krafist þess að Persónuvernd gefi fyrirmæli um eyðingu ljósmyndar. Að lokum er vert að taka fram að höfundur komst að þeirri niðurstöðu að virða beri skoðanir barns, sem öðlast hefur þroska til þess að hafa skoðanir á myndbirtingum á samfélagsmiðlum, bæði með tilliti til friðhelgi einkalífs barnsins, sem og réttinda barnsins til persónuverndar.

 • Útdráttur er á ensku

  Unauthorized image publishing on social media
  The rapid development of social media has led to a number of issues raised regarding the legal protection of an individuals’ right to privacy. The main purpose of the thesis is to explain the legal status of a person who is dissatisfied with image publishing on social media, when the person is identifiable on the image, and another person is responsible for the publishing. The discussion is kept separate regarding the individuals' rights to privacy, cf. Article 71 of the Constitution of Iceland no. 33/1944, and his rights under the protection of Act no. 90/2018. The thesis begins tracing the scope of the rights, and subsequently possible remedies are identified. There is also a discussion of diverse issues related to the display of children on social media. The aim of the thesis is to provide the reader with reflection on the problem that modern society faces in terms of personal protection of individuals, in the rapidly changing environment of social media. The thesis attempts to answer various issues, but its main conclusions are as follows. Unauthorized image publishing on social media falls within the scope of Paragraph 1. Article 71 of the Icelandic Constitution. If the image publishing is unauthorized the individual can consider instituting legal proceedings and, among other things, demand that the photograph be deleted. Furthermore, unauthorized image publishing on social media may also fall within the scope of Act no. 90/2018, provided that the individual is personally identifiable in the photograph. If the individual considers the image display to be unauthorized processing, he may, for example, require the Data Protection Authority to issue instructions for the deletion of the photograph. Finally, it is worth noting that the author concluded that it is necessary to respect a child’s opinion, when the child has acquired enough maturity to have an opinion on image publishing on social media, both in regard to the child's right to privacy, as well as the child's right under Act no. 90/2018.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð tilbúin.pdf489.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna