is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33134

Titill: 
 • Titill er á ensku Combating dilatory tactics in international arbitration and the impact of due process paranoia on efficiency
 • Ráðstafanir gegn aðgerðum sem eru til þess fallnar að tefja málsmeðferð í alþjóðlegri gerðarmeðferð og áhrif vænissýki gerðarmanna í tengslum við vefengingu gerðardómsúrlausna á grundvelli reglna um réttláta málsmeðferð á skilvirkni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Efficiency in international arbitration has been highly criticized, as recent surveys reveal that users of arbitration perceive increased cost and reduced speed as the main disadvantages of international arbitration. This thesis analyses the cause of these delays in arbitral proceedings, where all parts of the arbitral chain are at fault, parties, arbitrators and institutions.
  The perceived reluctance by tribunals to act decisively in certain situations for fear of the award being challenged, frequently called ‘due process paranoia’, is considered to be the main factor of arbitrators’ inhibition to conduct proceedings efficiently. Institutions have contributed greatly to solve the problem of lack of efficiency with a regulatory framework that provides the parties and the arbitrators with various tools to conduct the proceedings in an efficient and cost-effective way. However, the inhibition to make efficient use of those rules and act decisively in situations where the parties employ dilatory tactics is a remaining barrier of efficient arbitral proceedings.
  An analysis of case law from various jurisdictions, where the courts’ approach to the procedural discretion of arbitrators is analyzed, reveals that due process paranoia is unjustified, as courts show great respect to arbitrators’ procedural choices and are reluctant to interfere with such decisions, unless extreme circumstances apply. Although, due process should not be sacrificed at the altar of efficiency, arbitrators should be less hesitant to make decisive procedural decisions and make better use of the efficient framework the arbitral institutions have provided, and thereby safeguarding the right of the parties to obtain a conclusion of their dispute in a reasonable time.

 • Skilvirkni málsmeðferðar í alþjóðlegri gerðarmeðferð hefur sætt mikilli gagnrýni eins og sjá má í nýlegum könnunum meðal notenda alþjóðlegar gerðarmeðferðar, en þeir meta sívaxandi kostnað og tafir þegar kemur að málsmeðferð meðal helstu ókosta gerðarmeðferðar. Ritgerð þessi greinir ástæður tafa í alþjóðlegri gerðarmeðferð, þar sem við alla þátttakendur er að sakast, þ.e. aðila máls, gerðarmenn og gerðardómsstofnanir.
  Vænisýki gerðarmanna í tengslum við vefengingu gerðardómsúrlausna á grundvelli reglna um réttláta málsmeðferð þykir eiga stóran hlut í þeirri hindrun gerðarmanna í að stjórna málsmeðferðinni á skilvirkan hátt. Alþjóðlegar gerðardómsstofnanir hafa lagt mikið af mörkum við að leysa þetta vandamál og efla skilvirkni með regluverki sem gerir aðilum og gerðarmönnum kleift að tryggja sem skilvirkasta gerðarmeðferð, en fullnægjandi notkun gerðarmanna á því regluverki og viðeigandi ákvarðanatöku þegar aðilar reyna að tefja málsmeðferð virðist þó enn hindrun í skilvirkni gerðarmeðferða.
  Greining á dómafordæmum frá ýmsum lögsögum, þar sem viðhorf dómstóla til málsmeðferðarákvarðana gerðarmanna er kannað, leiðir til þeirrar niðurstöðu að dómstólar beri ríka virðingu fyrir slíkum ákvörðunum og umrædd vænisýki er því tilhæfulaus. Réttlátri málsmeðferð ætti ekki að fórna á altari skilvirkninnar, en gerðarmenn ættu að vera óhræddir að taka afgerandi ákvarðanir til að tryggja skilvirka málsmeðferð í alþjóðlegum gerðarmeðferðum og nýta betur það skilvirka regluverk sem alþjóðlegar gerðardómsstofnanir hafa mótað og þar með tryggja aðilum rétt til úrlausnar sinna mála innan skynsamlegra tímamarka.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML Ritgerð AEV.pdf873.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna