is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33136

Titill: 
 • Gerviliðaaðgerðir og jafnræðisreglan : stenst það jafnræðisreglu að sjúkratryggðum sem fullnægja skilyrðum fyrir læknismeðferð á EES-svæðinu á grundvelli gildandi Evrópureglna sé synjað um greiðsluþátttöku slíkrar meðferðar á einkarekinni heilbrigðisstofnun á Íslandi?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Alkunna er að um árabil hafa verið langir biðlistar eftir ýmsum aðgerðum hér á landi. Gerviliðaaðgerðir á hnjám og mjöðmum eiga hér undir og hægt að flokka sem svokallaðar biðlistaaðgerðir, en umræðan um þær aðgerðir hefur verið mikil og oft hávær. Lengst af voru gerviliðaaðgerðir einungis gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Frá árinu 2017 hefur einkarekin heilbrigðisstarfsemi, boðið upp á slíkar aðgerðir en án kostnaðarþátttöku ríkisins þar sem ekki hafa tekist samningar milli þessarar starfsemi og Sjúkratrygginga Íslands.
  Sjúkratryggðir sem þurfa á gerviliðaaðgerð að halda eiga fleiri kosta völ en að bíða hér eftir aðgerð, t.d. að fara í gerviliðaaðgerð í öðru EES-landi. Þá kosti eiga þeir vegna Evrópureglna á þessu sviði. Kjósi sjúkratryggðir á hinn bóginn að fara í gerviliðaaðgerð hjá einkarekna aðilanum þá greiða þeir aðgerðina að fullu sjálfir án nokkurrar endurgreiðslu. Skiptir engu þó þeir séu að fullu sjúkratryggðir hér á landi.
  Þetta hefur orðið til þess að uppi er óvenjuleg staða hvað varðar rétt þessa hóps sjúkratryggðra til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þessi hópur á ríkari rétt til að sækja sér liðskiptaaðgerð í EES-landi en á Íslandi.
  Ritgerð þessi fjallar um þessa sérstöku stöðu sem uppi er varðandi aðgang sjúkratryggðra að gerviliðaaðgerðum hér á landi og í öðru EES-landi og þær réttarreglur sem ráða því að staðan er eins og hún er. Markmið ritgerðarinnar er að svara rannsóknarspurningunni: Stenst það jafnræðisreglu að sjúkratryggðum sem fullnægja skilyrðum fyrir læknismeðferð á EES-svæðinu á grundvelli gildandi Evrópureglna sé synjað um greiðsluþátttöku slíkrar meðferðar á einkarekinni heilbrigðisstofnun á Íslandi?

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal ML. Anna Einars..pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
annakristrun.pdf428.16 kBOpinnPDFSkoða/Opna