is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33137

Titill: 
  • Upptaka afleiddrar löggjafar í EESsamninginn : stofnanir, framkvæmd og samanburður við norska framkvæmd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Upptaka afleiddrar löggjafar í EES-samninginn
    Í þessari ritgerð er fjallað um upptöku afleiddrar löggjafar í EES-samninginn en skilvirk
    upptaka afleiddrar löggjafar í EES-samninginn er meginforsenda þess að markmiðum EESsamningsins um einsleitt efnahagssvæði verður náð. Í því skyni að varpa ljósi á þá framkvæmd sem á sér stað við upptöku afleiddrar löggjafar í samninginn verður fjallað um hvaða aðilar, innlendir sem erlendir, gegna hlutverki við upptöku löggjafar í samninginn. Þá verður gert að umfjöllunarefni með hvaða hætti ferlið fer fram, hverjir möguleikar EFTA-ríkjanna eru til þess að hafa áhrif á efni þeirrar löggjafar sem tekin er upp í samninginn áður en fjallað verður um ferlið hjá norskum stjórnvöldum og það borið saman við hið íslenska.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður sérstaklega fjallað um atriði sem lúta að íslenskri framkvæmd við upptöku afleiddrar löggjafar í EES-samninginn. Í þessu ferli leika íslensk stjórnvöld, auk Alþingis, mikilvægt hlutverk sem gert verður ítarleg grein fyrir. Þá reynir einnig á aðkomu erlendra aðila eins og sameiginlegu EES-nefndarinnar og EFTA-skrifstofunnar. Einnig verður fjallað um hvort, og þá með hvaða hætti, EFTA-ríkin geta haft áhrif á efni þeirrar löggjafar sem til stendur að taka upp í samninginn.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar verður sjónum beint að norskri framkvæmd við upptöku afleiddrar löggjafar í samninginn, hvaða norsku stofnanir leika hlutverk í upptökuferlinu og hvernig ferlið fer fram. Þá verður til umfjöllunar með hvaða hætti framkvæmd ríkjanna tveggja er frábrugðin þegar kemur að upptökuferlinu. Einnig verður fjallað um hvort möguleiki sé til bóta í upptökuferlinu og með hvaða hætti. Að endingu er síðan ritgerðin dregin saman og helstu niðurstöðum rannsóknarinnar varpað fram.
    Með vísan til framangreinds verður því, í ritgerð þessari, reynt að gera með fullnægjandi hætti, grein fyrir upptökuferli afleiddrar löggjafar í EES-samninginn hvort sem er á Íslandi eða í Noregi.

  • Útdráttur er á ensku

    Incorporation of EU secondary legislation into the EEA-agreement.
    The subject of this thesis is incorporation of EU secondary legislation into the EEA-agreement. Successful incorporation of secondary legislation is essential to the EEA’s main goal of homogeneity. The roles of domestic and international institutions will be described before the incorporation process will be subject to review. Attention will be directed towards how the EEA EFTA states can affect legislation which is subject to incorporation. At last the incorporation process in Norway will be reviewed and comparison made between the two incorporation processes.
    In the first part of the thesis the main focus will be on the Icelandic incorporation process and how Icelandic institutions are involved. The involvement of international bodies e.g. The EFTA secretariat will also come into review.
    In the second part of the thesis the Norwegian incorporation process will be reviewed and how Norwegian institutions are involved. The thesis will also analyse how the two incorporation processes vary before making suggestions for possible improvements.

Samþykkt: 
  • 20.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
upptaka.pdf608.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna