is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33139

Titill: 
 • Endurheimt verðmæta þrotabús með öðrum lagaúrræðum en riftun samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
 • Titill er á ensku Recovery of value during bankruptcy proceedings using other legal resources than rescission under Act no. 21/1991 on Bankruptcy etc.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Um langt árabil hafa riftunarreglur XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og áður samsvarandi reglur eldri laga verið helsta tæki skiptastjóra til þess að endurheimta verðmæti við gjaldþrotaskipti. Önnur lagaúrræði kunna þó að koma til greina í þessum sama tilgangi. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um önnur lagaúrræði í skrifum fræðimanna á Norðurlöndum. Markmið ritgerðarinnar er að ráða bót á því og varpa ljósi á þau lagaúrræði, önnur en riftun, sem skiptastjóri getur beitt í því skyni að endurheimta verðmæti við gjaldþrotaskipti og með því hámarka verðmæti þrotabús. Við rannsóknina er stuðst við hina fræðilegu lagalegu aðferð (e. doctrinal method) og eigindlega rannsóknaraðferð (e. qualitative approaches to empirical legal research) en aðferðinni er beitt í vaxandi mæli í lögfræðirannsóknum.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að unnt sé að beita reglum skaðabótaréttar, skaðabótaákvæðum laga um hlutafélög nr. 2/1995 og laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 og ákvæðum þeirra laga um rétt til endurgreiðslu fjármuna sem hefur verið úthlutað með ólögmætum hætti eða ráðstafað á grundvelli samnings við tengda aðila sem reynist ógildur. Kostir þess að beita þessum lagaúrræðum í stað þess að beita riftunarreglum gjaldþrotaréttar felast m.a. í því að þrotabú er ekki bundið af málshöfðunarfresti 148. gr. laga nr. 21/1991 né tímaskilyrðum riftunarreglnanna. Varðandi skaðabótarétt þrotabús þá er ekki útilokað að þó svo ráðstöfun sé riftanleg, að hlutaðeigandi aðili sem riftunarkrafa beinist gegn, verði talinn bótaskyldur og dæmdur til að greiða skaðabætur í sérstöku skaðabótamáli, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið dæmdur samkvæmt reglum laga nr. 21/1991. Jafnframt kann að vera mögulegt að hafa uppi skaðabótakröfu samhliða kröfu um riftun og beina henni að öðrum en riftunarþola. Sé um að ræða ólögmæta úthlutun fjármuna úr félagi getur þrotabú haft uppi kröfu um endurgreiðslu og dráttarvexti úr hendi þess er naut óheimillar úthlutunar eða tók þátt í framkvæmd hennar fyrir hönd félags og eftir atvikum krafist skaðabóta. Að lokum er bent á að sé ekki gætt að ófrávíkjanlegum formreglum laga nr. 2/1995 og laga nr. 138/1994 varðandi samninga félags við tengda aðila, hluthafa, móðurfélag hluthafa, stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra félags, sem nema að raunvirði 1/10 hlutafjár, binda slíkir samningar ekki félagið. Í ljósi þess að þrotabú tekur við öllum fjárhagslegum réttindum og skyldum við uppkvaðningu dómsúrskurðar um gjaldþrotaskipti sem annars hefðu fallið til félagsins má leggja til grundvallar að því sé mögulegt að hafa uppi kröfu um ógildingu samnings eða fara í skaðabótamál gangi greiðsla ekki til baka. Af niðurstöðum ritgerðarinnar er ljóst að skiptastjóra eru önnur lagaúrræði tæk en riftunarreglur laga nr. 21/1991. Leggja má áherslu á að skiptastjóri verði að meta hvaða lagaúrræði séu líklegust til að leiða til hámörkunar verðmæta hverju sinni.

 • Útdráttur er á ensku

  The rescission rules of Chapter XX of Act no. 21/1991 on Bankruptcy etc., and the corresponding rules of older law, have for many years been the principal instrument of a liquidator to recover value during bankruptcy proceedings. However, other legal resources may be available to achieve this same aim. Little has been said about other legal resources in the writings of scholars in the Nordic countries. The aim of the thesis is to remedy this and shed light on the legal resources other than rescission that a liquidator can apply to recover value during bankruptcy proceedings and thereby maximise the value of the bankruptcy estate. The study is based on the doctrinal method and qualitative approaches to empirical legal research, the latter method being increasingly used in legal research.
  The main conclusions are that it is possible to apply the rules of tort law, the liability provisions of the Public Limited Companies Act no. 2/1995 and the Private Limited Companies Act no. 138/1994 and the provisions of these laws on the right to repayment of funds which have been unlawfully allocated or disposed of based on an agreement with related parties which proves to be invalid. The advantages of applying these legal resources instead of the rescission rules of bankruptcy law include, inter alia, that the estate is not bound by the deadline to bring a rescission claim stated in Article 148 of Act no. 21/1991 or the time limits of the rescission rules. With respect to the estate’s claims for damages, it cannot be ruled out that, even though the relevant measure is rescindable, the party to whom the rescission claim is directed will be held liable for damages in a separate case, even if the party has not been held liable under the rules of Act no. 21/1991. Similarly, it may be possible to claim damages alongside a claim for rescission, directed at a party other than the primary defendant in the rescission claim. In case of unlawful allocation of funds from a company, a bankruptcy estate may have a claim for repayment and penalty interest from the party who received the unauthorised allocation or participated in its implementation on behalf of a company and, in some cases, a claim for damages. Finally, if the mandatory procedural rules of Act no. 2/1995 and Act no. 138/1994 regarding agreements between a company and related parties, shareholders, shareholders’ parent companies, directors or managing director of a company, which, in actual value amount to 1/10 of the share capital, do not bind the company. In light of the fact that a bankruptcy estate takes over all financial rights and obligations following a court order for opening of bankruptcy proceedings which otherwise would have fallen to the company, it can be assumed that it is possible to claim annulment of such a contract or to claim damages if payments are not reversed. The thesis concludes that other legal resources than the rescission rules of Act no. 21/1991 are available to a liquidator. It should be emphasised that a liquidator must assess which measures are most likely to lead to maximisation of value at any given time.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurheimt verðmæta þrotabús Lokaskjal (d. 15.5.2019).pdf639.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
dilja.pdf427.21 kBOpinnPDFSkoða/Opna