is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33140

Titill: 
 • Meginreglan um jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti : hvaða sjónarmið búa að baki reglunni, hverjar eru undantekningarnar og er breytinga þörf í íslenskum rétti?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðar þessarar er að gera grein fyrir meginreglunni um jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti. Leitast er við að fjalla með gagnrýnum hætti um þau ákvæði laga um gjaldþrotaskipti sem eru til þess fallin að tryggja jafnræði kröfuhafa sem og þau ákvæði sem fela í sér undantekningar frá meginreglunni. Þá eru þær breytingar sem hafa orðið á lögum sem gilda um réttarsviðið skoðaðar í samhengi við meginregluna, allt frá því að lög um skipti á dánarbúum og félagsbúum, o.fl. litu dagsins ljós árið 1878.
  Uppbygging ritgerðarinnar er með þeim hætti að í öðrum kafla er fjallað almennt um gjaldþrotaskiptarétt, þ.e. farið er yfir upphaf og skilyrði gjaldþrotaskipta og hvaða réttaráhrif gjaldþrotaskipti hafa. Þá er fjallað um helstu hugtökin sem lesandi þarf að kunna skil á við lestur ritgerðarinnar og þau útskýrð. Umfjöllun ritgerðarinnar byggist í meginatriðum á skrifum fræðimanna og dómaframkvæmd Hæstaréttar.
  Þriðji kafli ritgerðarinnar hefst á almennri umfjöllun um meginregluna um jafnræði kröfuhafa.
  Í fyrsta undirkafla kaflans er farið yfir skuldaröð gjaldþrotaskiptaréttar. Í fyrsta lagi er farið í umfjöllun um uppruna og sögu skuldaraðarinnar og í öðru lagi er með ítarlegum hætti gerð grein fyrir þeim ákvæðum laga nr. 21/1991 sem fjalla um rétthæð krafna. Þá er skilyrðum skuldajafnaðar við gjaldþrotaskipti gerð greinargóð skil í þessum hluta kaflans.
  Annar undirkafli þriðja kafla fjallar um þær reglur sem gilda um riftun á ráðstöfunum þrotamanns. Fyrst er farið yfir uppruna og sögu riftunarreglna við gjaldþrotaskipti í íslenskri réttarframkvæmd, þar á eftir er almenn umfjöllun um riftunarreglur gjaldþrotalaga og síðan er farið ítarlega yfir helstu ákvæði XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
  Í fjórða kafla eru þau ákvæði sem fjallað er um í ritgerðinni sem tengjast meginreglunni um jafnræði kröfuhafa borin saman við sambærileg ákvæði í norskum og dönskum lögum. Miðar kaflinn að því að leiða í ljós hvort áherslur lagasetninga í Noregi og/eða Danmörku miða að því að tryggja jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti í meiri eða minni mæli en gert er hér á landi.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er að skuldaröð gjaldþrotaskiptalaga er ekki til þess fallin að mismuna kröfuhöfum á óréttmætan hátt, enda njóta þeir kröfuhafar sem skipast í sama flokk skuldaraðarinnar jafnræðis við úthlutun og eru réttmæt sjónarmið fyrir því að vissir kröfuhafar njóta forgangs umfram aðra við úthlutun.
  Þá er komist að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að það að afnema hin huglægu skilyrði sem fram koma í vissum riftunarreglum gjaldþrotaskiptalaga myndi leiða til einföldunar á meðferð riftunarkrafna og tryggja jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti enn betur en gert er í dag.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to discuss the principle of creditor equality in bankruptcy law, i.e. that all creditors shall stand on equal footing. A substantial part of the thesis is based on scholarly publications and Icelandic Supreme Court cases.
  The main goal is to examine and explain the principle of creditor equality and to discuss the provisions of Bankruptcy Act no. 21/1991, which are intended to ensure creditor equality. Furthermore, changes that have been made to the law within the field of bankruptcy will be looked at in the context of the principle, since the laws on asset distribution of the estates of deceased persons, communal farms and more, appeared in 1878.
  The start of bankruptcy proceedings and the conditions of bankruptcy and its legal effects are the topics of the second chapter of the thesis. The main terminology in the thesis is also explained in this chapter, so the reader can get a better understanding of the subject.
  In the third chapter, the principle of creditor equality is discussed in general terms. In the first subchapter, creditor priority in the Bankruptcy Act is reviewed, firstly by discussing the origin and history of creditor priority and secondly, by discussing the provisions of Act no. 21/1991 which refers to the order of priority. Furthermore, the conditions for setoffs in bankruptcy proceedings are examined.
  In the second subchapter of the third chapter, the rescission rules of bankruptcy proceedings will be looked at. Firstly, the origin and history of rulings in bankruptcy proceedings in Icelandic courts are reviewed, following a general analysis of the the rescission rules in bankruptcy law and finally the major provisions of chapter XX of Act no. 21/1991 are examined.
  In the fourth chapter, the provisions regarding creditor equality which is discussed in the thesis, are compared to similar provisions in Danish and Norwegian law. The goal of the chapter is to find out whether the purpose of bankruptcy law in Denmark and/or Norway is to ensure creditors' rights in bankruptcy proceedings to a greater or lesser extent compared to Icelandic law.

Samþykkt: 
 • 20.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð - Einar Geir Þorsteinsson.pdf615.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna