is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33143

Titill: 
  • Utanríkisstefna Kína og smáríki: Pólitísk og efnahagsleg áhrif innviða- og fjárfestingaverkefnisins „Beltis og brautar“ á smáríki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um pólitísk og efnahagsleg áhrif innviða- og fjárfestingaverkefnisins Beltis og brautar (e. Belt and Road Initiative, kínv. 一带一路, stytt sem BB) á smáríkin Djíbútí, Eistland, Ungverjaland og Srí Lanka. Rannsóknin var unnin með blandaðri aðferðafræði þar sem helstu hagtölur voru skoðaðar ásamt því að framkvæmd var eigindleg innihaldsgreining. Rannsóknin sýnir fram á að áhrif á smáríkin voru mismunandi og fóru eftir geópólitísku og pólitísku landslagi innanlands, jafnframt sem áhrifin fara eftir því hvort smáríkið hafi leitað sér skjóls hjá Kína. Rannsóknin var unnin út frá kenningunni um skjól, smáríkjafræði og mótunarhyggju. Efnahagslegu og pólitísku áhrifin voru mest í Srí Lanka. Niðurstöður sýna að ekki sé gefið að þátttaka í BB auki viðskipti á milli smáríkisins og Kína, enn fremur er ekki gefið að þátttaka í BB hafi pólitísk áhrif á utanríkismál smáríkisins. Niðurstöður sýna að kínversk stjórnvöld kaupi sér ekki velvild annarra ríkja með fjárfestingum sínum, fremur er það skjól sem skýrir stuðning smáríkja gagnvart Kína á alþjóðavettvangi.

Samþykkt: 
  • 20.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undirskrift skemman.jpg48 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Meistararitgerð lokaútgáfa.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna