is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33146

Titill: 
 • Skaðabætur vegna opinberra innkaupa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er skaðabætur vegna opinberra innkaupa. Í 119. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er fjallað um skilyrði þess að kaupandi verði dæmdur skaðabótaskyldur vegna brota við opinber innkaup. Annað af tveimur meginmarkmiðum þessar ritgerðar er að skýra inntak gildandi bótaákvæða laganna með hliðsjón af fræðiskrifum, úrskurðarframkvæmd kærunefndar útboðsmála og dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands. Hitt markmið ritgerðarinnar er að taka til skoðunar hvort skaðabætur vegna brota á reglum um opinber innkaup sé virkt réttarúrræði hér á landi, eða hvort þörf sé á úrbótum. Megináhersla verður lögð á íslenskan rétt en vegna skyldleika íslenskra laga um opinber innkaup við Evrópurétt verður ekki hjá því komist að gera stuttlega grein fyrir þróun mála í Evrópu.
  Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að um virkt réttarúrræði sé að ræða en langur málsmeðferðartími fyrir dómstólum er til þess fallinn að takmarka aðgengi að úrræðinu. Það er vert að líta til réttarþróunar í Danmörku, ásamt því að leita leiða til að draga enn frekar úr líkum á dómsmálum af þessari tegund. Að mati höfundar má einnig færa rök fyrir því að dómaframkvæmd Hæstaréttar er lýtur að skaðabótum og ákvörðun dráttarvaxta vegna brota við opinber innkaup er enn ábótavant. Með hliðsjón af þeim ríku hagsmunum málsaðila sem geta verið í húfi varðandi úrlausn dómstóla um réttindi þeirra og skyldur verður að koma þessum málum í fastari skorður.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject matter of this thesis is the issue of damages for breach of public procurement rules. Article 119 of the Public Procurement Act No. 120/2016 lays down the conditions for holding the contracting authority liable for such a breach. The purpose of the thesis is mainly twofold: first, to clarify the content of the current damages provision laid down in the Public Procurement Act, with reference to academic literature, the rulings of the Public Procurement Complaints Committee, and the case law of the Supreme Court of Iceland; second, to examine whether damages for breach of procurement rules is an effective remedy in Iceland, or whether reforms are needed. While emphasis will be placed on Icelandic law, a brief analysis of developments in Europe is also necessary due to the relation of Icelandic procurement rules to European law.
  The main conclusions of the thesis are that damages for breach of procurement rules is an effective remedy, but lengthy court procedures limit accessibility to the remedy. It is worth considering legal developments in Denmark, as well as exploring new avenues to keep liability disputes out of court. In the author's opinion, it can also be argued that the case law of the Supreme Court of Iceland on damages and the determination of interest for breaches of public procurement rules, leaves much to be desired. Taking into consideration the interests of the parties involved, these issues must be firmly resolved.

Samþykkt: 
 • 21.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skadabaetur vegna opinberra innkaupa.pdf616.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
gudmundurn.pdf395.56 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna