is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33148

Titill: 
  • Litróf aðgæsluskyldu kaupanda í lausafjár- og fasteignakaupum og áhrif þess að kaupandi teljist sérfróður eða njóti aðstoðar sérfróðra aðila
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að fjalla um þá fjölmörgu þætti sem geta haft þýðingu þegar metið er hvort kaupandi hafi sýnt nægjanlega aðgæslu við kaup, meðal annars áhrif þess þegar kaupandi telst sérfróður eða þegar hann nýtur aðstoðar slíkra fagaðila. Einskorðast efni ritgerðarinnar við kaup á lausafé og fasteignum. Litið verður til ákvæða laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og laga nr. 40/2002 um fasteignakaup sem á margan hátt eru sambærileg þó svo að sömu reglur gilda ekki í öllum tilvikum. Þá verður meðal annars rýnt í dómaframkvæmd Hæstaréttar og litið til skrifa norrænna fræðimanna. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að á kaupanda lausafjár- eða fasteignar hvílir skylda til að sýna aðgæslu, bæði í aðdraganda kaupa og eftir að kaup hafa átt sér stað. Kaupanda er þó samkvæmt íslenskum rétti ekki skylt að framkvæma skoðun fyrir kaup nema í þeim tilvikum þegar seljandi hefur hvatt hann til þess. Þetta á þó ekki við hafi kaupandi gilda ástæðu til þess að sinna ekki slíkri hvatningu. Kaupanda er hins vegar alltaf skylt að framkvæma skoðun eftir að kaup hafa átt sér stað. Hvernig honum beri að framkvæma skoðun sína er háð atvikum hverju sinni en almennt verða ekki gerðar frekari kröfur til kaupanda en að hann framkvæmi fremur lauslega skoðun á því kaupandlagi sem um ræðir hverju sinni. Búi kaupandi aftur á móti yfir meiri þekkingu verða ríkari kröfur um aðgæslu gerðar og hið sama gildir ef kaupandi nýtur aðstoðar fagaðila. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar virðist sem langt sé gengið í að meta menn sem sérfróða og því kann eftir atvikum að reynast varhugarvert fyrir kaupendur að hafa sérfróða aðila meðferðis við skoðun.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is to discuss the many aspects that can be of importance when evaluating if a buyer has shown sufficient caution when purchasing. This includes the effect it may have when the buyer is considered to be an expert or when he is assisted by experts. The content of this thesis is limited to sales of goods and real estate purchases. Thus, articles of Act no. 50/2000 on the Sale of Goods and Act no. 40/2002 on Purchase of Real Estate will be examined. These laws are in many ways similar although the same rules do not apply in all cases. Precedents established by the Icelandic Supreme Court will be observed as well as publications of Nordic scholars. The main conclusion is that a buyer of goods or real estate has a duty to show caution, both before and after a purchase has been made. A buyer is not obligated to examine the purchases subject unless the seller has encouraged him to perform an inspection. Although, this does not apply when the buyer has a good reason. Nevertheless, the buyer always has an obligation to examine the subject after purchase has taken place. How the buyer should carry out the inspection depends on the occasion. Generally, no further requirements are made to a buyer other than to perform a rather loose examination. In cases where the buyer possesses richer knowledge, stricter requirements will be made and the same applies when a non-expert buyer is assisted by experts. Based on the Supreme Court’s judgments in these kinds of cases it can be speculated that the concept “expert” is evaluated in a broad way and therefore it may prove to be risky for buyers to have an expert at hand when an inspection takes place.

Samþykkt: 
  • 21.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf571.19 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna