is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3315

Titill: 
 • Stefnumiðað árangursmat í grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa lokaverkefnis til meistaraprófs í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er að kanna hvort stefnumiðað árangursmat sé hentugt stjórntæki fyrir grunnskóla. Breytingar hafa orðið á opinberri stjórnsýslu, áherslur stjórnvalda hafa aukist á árangursstjórnun og er stefnumiðað árangursmat ein aðferð sem hægt er að notast við til þess. Stefnumiðað árangursmat er aðferðafræði sem byggir á því að skipulagsheild setji sér stefnu, velji markmið, mæli árangur og nýti niðurstöðurnar til áframhaldandi vinnu innan skipulagsheildarinnar. Höfundur verkefnisins sat fyrirlestur annars höfundar aðferðafræðinnar sem hafði á orði „If you don´t measure something, you can’t put value on it and then you can´t improve it“. (Robert Kaplan, munnleg heimild, 17. september, 2008). Aðferðafræðin var fyrst sett fram af Robert S. Kaplan og David P. Norton með birtingu greinarinnar The Balanced Scorecard – Measures that Drive Performance í febrúar 1992 í tímaritinu Harvard Business Review. Aðferðafræðin inniheldur stjórntæki, mælingarkerfi og samskiptatæki til að framkvæma stefnu skipulagsheilda auk þess bendir aðferðafræðin á leiðir til að greina vandamál, tryggja yfirsýn, samskipti, samhæfingu og ákvörðunartöku á kerfisbundinn hátt.
  Til þess að komast að því hvort stefnumiðað árangursmat sé hentugt stjórntæki í grunnskólum var leitað svara við eftirfarandi spurningum; Í fyrsta lagi af hverju tóku stjórnendur upp stefnumiðað árangursmat og hvert er viðhorf þeirra til aðferðafræðinnar? Í öðru lagi að kanna hvort stefna skólanna sé skilmerkilega sett fram með stefnumiðuðu árangursmati og að lokum að komast að því hvað stjórnendur telji að hafi áunnist með notkun stefnumiðaðs árangursmats?
  Til að afla svara við þessum spurningum var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt. Viðtöl voru tekin við þrjá skólastjórnendur sem höfðu innleitt stefnumiðað árangursmat ásamt greiningu á fyrirliggjandi gögnum frá skólunum.
  Helstu niðurstöður eru að innleiðing stefnumiðaðs árangursmats var gerð vegna utanaðkomandi hvatningar og stuðnings yfirvalda, áhuga skólastjórnenda og/eða þörf á skýrari stefnu í starfi skólanna. Það kom fram að almennt er viðhorf skólastjórnenda jákvætt gagnvart aðferðafræðinni og í flestum tilfellum er stefna skólanna sett fram með stefnumiðuð árangursmati. Einnig kom fram að skólastjórnendur eru sammála um að stefnumiðað árangursmat rammi betur inn starfsemi skólanna og auðveldi starfsmönnum að vinna samkvæmt þeirri stefnu sem sett hefur verið. Þeir hafa allir nýtt niðurstöður stefnumiðaðs árangursmats til að sýna fram á árangur í starfsemi skólanna og sömuleiðis til að sýna fram á að sjálfsmat skólanna sé virkt.

Samþykkt: 
 • 4.2.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnhildur_Gudmundsdottir_fixed.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna